Afar góð hnetusteik að hætti Alberts Friðrika Geirsdóttir skrifar 13. desember 2013 13:30 Albert töfrar fram dýrindis hnetusteik með gómsætu meðlæti. Í öðrum þætti af Hátíðarstund með Rikku á Stöð 2 kom gleðigjafinn, matarbloggarinn og matreiðslubókahöfundurinn Albert Eiríksson í heimsókn. Albert er mörgum kunnur fyrir gómsætar uppskriftir sínar. Fyrir nokkrum árum fór Albert að huga betur að heilsunni og breytti algerlega um lífstíll. Í kjölfarið breyttust matarvenjurna og þar á meðal jólamáltíðin sjálf. Albert er búinn að útfæra hnetusteikina að sínum hætti og uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Hátíðarstund með Rikku er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum. Afar góð hnetusteik 1 laukur, saxaður smátt 1⁄2 rautt chili, fræhreinsað og saxað góð olía til steikingar 1 askja sveppir, saxaðir smátt 200 g malaðar heslihnetur 200 g malaðar möndlur ca. 7 sneiðar heilhveitibrauð (til að binda saman) u.þ.b. 200 ml 1 stk grænmetiskraftur 1 tsk oregano 1 tsk timían nýmalaður pipar og salt fersk basilíka Steikið lauk og chili í svolítilli olíu, takið frá. Steikið niðursneidda sveppi í olíu, takið frá. Malið heslihnetur og möndlur (hnetublandan má vera eftir smekk, en notið þó minna af feitum hnetum, eins og kasjú eða valhnetum). Setjið hnetublönduna í skál, bætið lauk og sveppum út í, hrærið saman. Soði er bætt út í smám saman til skiptis við smátt rifið brauðið. Deigið á að vera eins og nokkuð þétt brauðdeig (ekki hægt að hella). Ef það er of blautt, þarf að bæta brauði út í og ef það er of þurrt, þarf að bæta soði út í. Smakkið deigið til með pipar og þurrkuðu oregano (eða einhverju grænu). Það fer eftir kraftinum sem notaður er, hvort þarf meira salt, en líklega þarf að salta eitthvað. Setjið þrjú basilikum lauf, rósmaríngrein eða annað skraut í botninn á sílikon brauðformi og látið deigið þar ofan á, ekki of þykkt lag (hafið þá frekar fleiri form). Ef formið er ekki úr sílikoni, er best að nota bökunarpappír. Setjið í ofn 45-60 mínútur, fylgist með, hiti 180-200°. Ofnbakað meðlæti (fylling) 1 laukur, saxaður 1 sellerístilkur, saxaður 1⁄2 askja sveppir, saxaður ca. 1 tsk Húnagull frá Prima ca. 3 seiðar af heilhveitibrauði u.þ.b. bolli af góðum grænmetiskrafti 1 b pekanhnetur (eða valhnetur), ristaðar á pönnu og saxaðar gróft 1 grænt epli, afhýtt, fræhreinsað og saxað salt og pipar smá hunang Steikið lauk, sellerí og sveppi í smá olíu þannig að brúnist, en soðni ekki. Setjið brauð og grænmetiskraft í pott, brauðið rifið smám saman og allt hrært vel saman, ekki of blautt, en samt aðeins blautara en hnetusteikin. Þá er ristuðum hnetum ásamt eplum, salti, pipar og hunangi bætt út í. Hrærið saman og smakkið til. Setjið í eldfast form, þjappið vel og bakið með loki eða álpappír yfir í sirka 50 mín við 150-200 °C. Lokið tekið af síðustu 20 mínúturnar. Sveppasósa með hnetusteik 300 g niðursneiddir sveppir 2 bollar grænmeti, t.d.gulrætur, sellerí, lauk, 5 msk góð olía 2 hvítlauksrif, söxuð 2-3 msk villisveppir, saxaðir 1 tsk estragon 1 tsk timian grænmetiskraftur salt og pipar 1/2 bolli kókosmjólk 2-3 msk sérrý sósulitur ef þarf Steikið sveppi á pönnu í olíu, bætið við grænmetinu og villisveppunum. Kryddið. bætið við kókosmjólk og sérrýi og sjóðið í um 10 mín. Maukið í blandara eða með töfrasprota. Þykktin á sósunni ákvarðast af magni kókosmjólkurinnar, þannig að nauðsynlegt er að fylgjast vel með þegar hún er sett út í. Sykurbrúnaðar kartöflur Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna fumlaust og af miklu öryggi, kartöflur með sunnudagssteikinni og jólasteikinni höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin. Að vísu er það vandi en það er eins með þetta eins og svo margt annað: Æfingin skapar meistarann. Áður en kartöflurnar fara saman við brædda sykurinn verður að stöðva brunann, það er gert með vökva, best finnst mér að nota rjóma eða kaffi.1 kg soðnar kartöflur2/3 bolli sykur1/3 bolli púðursykur2 msk smjör1/2 tsk salt100 ml rjómi eða sterkt kaffi Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma saman við). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur. Soðið rauðkál Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna – dásamlegt. Síðan bættist við lyktin af hangikjötinu á Þorláksmessu sem blandaðist Ajax lyktinni á meðan Gerður G, Ragnheiður Ásta, Jóhannes, Pétur, Jón Múli og fleiri lásu hugheilar jólakveðjur (að sjálfsögðu var útvarpið í botni).1 höfuð rauðkál, saxað1 msk anís1 stöng kanill (eða 1 msk kanill)1 grænt epli, saxað100 ml edik1/2 bolli rauðvín1/2 bolli krækiberjasaft100 ml vatnsmá salt1 msk hunang Setjið allt í pott og sjóðið í um klst. Grænmetisréttir Hnetusteik Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Í öðrum þætti af Hátíðarstund með Rikku á Stöð 2 kom gleðigjafinn, matarbloggarinn og matreiðslubókahöfundurinn Albert Eiríksson í heimsókn. Albert er mörgum kunnur fyrir gómsætar uppskriftir sínar. Fyrir nokkrum árum fór Albert að huga betur að heilsunni og breytti algerlega um lífstíll. Í kjölfarið breyttust matarvenjurna og þar á meðal jólamáltíðin sjálf. Albert er búinn að útfæra hnetusteikina að sínum hætti og uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Hátíðarstund með Rikku er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum. Afar góð hnetusteik 1 laukur, saxaður smátt 1⁄2 rautt chili, fræhreinsað og saxað góð olía til steikingar 1 askja sveppir, saxaðir smátt 200 g malaðar heslihnetur 200 g malaðar möndlur ca. 7 sneiðar heilhveitibrauð (til að binda saman) u.þ.b. 200 ml 1 stk grænmetiskraftur 1 tsk oregano 1 tsk timían nýmalaður pipar og salt fersk basilíka Steikið lauk og chili í svolítilli olíu, takið frá. Steikið niðursneidda sveppi í olíu, takið frá. Malið heslihnetur og möndlur (hnetublandan má vera eftir smekk, en notið þó minna af feitum hnetum, eins og kasjú eða valhnetum). Setjið hnetublönduna í skál, bætið lauk og sveppum út í, hrærið saman. Soði er bætt út í smám saman til skiptis við smátt rifið brauðið. Deigið á að vera eins og nokkuð þétt brauðdeig (ekki hægt að hella). Ef það er of blautt, þarf að bæta brauði út í og ef það er of þurrt, þarf að bæta soði út í. Smakkið deigið til með pipar og þurrkuðu oregano (eða einhverju grænu). Það fer eftir kraftinum sem notaður er, hvort þarf meira salt, en líklega þarf að salta eitthvað. Setjið þrjú basilikum lauf, rósmaríngrein eða annað skraut í botninn á sílikon brauðformi og látið deigið þar ofan á, ekki of þykkt lag (hafið þá frekar fleiri form). Ef formið er ekki úr sílikoni, er best að nota bökunarpappír. Setjið í ofn 45-60 mínútur, fylgist með, hiti 180-200°. Ofnbakað meðlæti (fylling) 1 laukur, saxaður 1 sellerístilkur, saxaður 1⁄2 askja sveppir, saxaður ca. 1 tsk Húnagull frá Prima ca. 3 seiðar af heilhveitibrauði u.þ.b. bolli af góðum grænmetiskrafti 1 b pekanhnetur (eða valhnetur), ristaðar á pönnu og saxaðar gróft 1 grænt epli, afhýtt, fræhreinsað og saxað salt og pipar smá hunang Steikið lauk, sellerí og sveppi í smá olíu þannig að brúnist, en soðni ekki. Setjið brauð og grænmetiskraft í pott, brauðið rifið smám saman og allt hrært vel saman, ekki of blautt, en samt aðeins blautara en hnetusteikin. Þá er ristuðum hnetum ásamt eplum, salti, pipar og hunangi bætt út í. Hrærið saman og smakkið til. Setjið í eldfast form, þjappið vel og bakið með loki eða álpappír yfir í sirka 50 mín við 150-200 °C. Lokið tekið af síðustu 20 mínúturnar. Sveppasósa með hnetusteik 300 g niðursneiddir sveppir 2 bollar grænmeti, t.d.gulrætur, sellerí, lauk, 5 msk góð olía 2 hvítlauksrif, söxuð 2-3 msk villisveppir, saxaðir 1 tsk estragon 1 tsk timian grænmetiskraftur salt og pipar 1/2 bolli kókosmjólk 2-3 msk sérrý sósulitur ef þarf Steikið sveppi á pönnu í olíu, bætið við grænmetinu og villisveppunum. Kryddið. bætið við kókosmjólk og sérrýi og sjóðið í um 10 mín. Maukið í blandara eða með töfrasprota. Þykktin á sósunni ákvarðast af magni kókosmjólkurinnar, þannig að nauðsynlegt er að fylgjast vel með þegar hún er sett út í. Sykurbrúnaðar kartöflur Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna fumlaust og af miklu öryggi, kartöflur með sunnudagssteikinni og jólasteikinni höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin. Að vísu er það vandi en það er eins með þetta eins og svo margt annað: Æfingin skapar meistarann. Áður en kartöflurnar fara saman við brædda sykurinn verður að stöðva brunann, það er gert með vökva, best finnst mér að nota rjóma eða kaffi.1 kg soðnar kartöflur2/3 bolli sykur1/3 bolli púðursykur2 msk smjör1/2 tsk salt100 ml rjómi eða sterkt kaffi Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma saman við). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur. Soðið rauðkál Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna – dásamlegt. Síðan bættist við lyktin af hangikjötinu á Þorláksmessu sem blandaðist Ajax lyktinni á meðan Gerður G, Ragnheiður Ásta, Jóhannes, Pétur, Jón Múli og fleiri lásu hugheilar jólakveðjur (að sjálfsögðu var útvarpið í botni).1 höfuð rauðkál, saxað1 msk anís1 stöng kanill (eða 1 msk kanill)1 grænt epli, saxað100 ml edik1/2 bolli rauðvín1/2 bolli krækiberjasaft100 ml vatnsmá salt1 msk hunang Setjið allt í pott og sjóðið í um klst.
Grænmetisréttir Hnetusteik Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið