Lífið

Ég sagði honum að slaka á Vísindakirkjutalinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Tom Cruise hefur verið ófeiminn við að tala um að hann sé meðlimur í Vísindakirkjunni í gegnum árin. Pat Kingsley, fyrrverandi kynningarfulltrúi Íslandsvinarins, segir í viðtali við The Hollywood Reporter að hann hafi ítrekað sagt Tom að tala minna um trú sína.

"Ég sagði Tom að slaka á með þetta tal. Vísindakirkjan er fín. En viltu fara í herferð fyrir Vísindakirkjuna? En Warner Bros styrkir herferðina," segir Pat og vísar þar í herferð fyrir myndina The Last Samurai árið 2003. 

Pat vann með Tom til ársins 2004 og voru þau mjög náin.

"Við gátum nánast klárað setningar hvors annars. Við vorum nánast aldrei ósátt. Við treystum hvort öðru fullkomlega. Við töluðum stanslaust saman. Hann þjáðist af svefntruflunum. Hann var mjög skemmtilegur og hugulsamur. Hann mundi eftir afmælinu mínu og afmæli dóttur minnar. Hann kom í brúðkaupið mitt og keypti allt stellið sem ég hafði sett á brúðargjafalistann. Tom Cruise var prins."

Pat fer yfir ævina í The Hollywood Reporter.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×