„Ég var heppinn. En ekki hann“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2024 10:00 Gunnar vill minnast Bjarna vinar síns. Aðsend Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram. Gunnar starfar sem íþróttakennari við barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og sem markmannsþjálfari. Undanfarin misseri hefur hann verið að fikra sig áfram við lagasmíð og á meðal annars heiðurinn af upphafstefinu í barnaþáttunum Lilli Tígur, sem voru sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 og á streymisveitunni Stöð 2+. „Ég var eitthvað í kringum þrettán ára þegar ég byrjaði að fikta við að spila á gítar, prófa mig áfram. Ég er algjörlega sjálflærður, notaði video á Youtube og svona til að læra. Svo var það ekki fyrr en fyrir þremur árum að ég byrjaði að koma fram sem trúbador og hef svona verið að sinna því svona af og til.“ Vinátta sem breyttist í bræðralag Fyrr á árinu gaf Gunnar út tvö lög; Barnalagið „Litadans” og rokkballöðuna „Get ekki meir.” Á dögunum gaf hann síðan út þriðja lagið „Bjartur þinn partur “ en skammstöfunin B.Þ.P. vísar til Bjarna Þórs Pálmasonar sem lést árið 2018, einungis 27 ára að aldri. Líkt og fram kemur í laginu var það fíkniefnaneysla sem dró Bjarna til dauða. Gunnar og Bjarni kynntust 14 ára gamlir og myndaðist með þeim vinskapur sem að sögn Gunnars átti eftir að breytast í bræðralag. Þeir félagar eyddu meiri tíma saman en í sundur. Gunnar ritaði minningargrein um Bjarna á sínum tíma þar sem hann rifjaði upp fyrstu kynni þeirra tveggja: „Það var á Laugarvatni, á úrtaksæfingum fyrir landsliðið fyrir stráka undir 16 ára, sem við kynntumst. Án þess að hafa hugmynd um hver þú værir hafði ég frétt að þú hefðir gerst svo djarfur að hafa með þér tóbaksdollu. Ég var ekki svo djarfur og skildi mína eftir heima. Ég gekk rakleiðis að þér og spurði þig hvort þú værir nokkuð með í vörina. Ég, orðinn stór og skeggjaður og á undan öðrum í þroska, fékk bara stórt „nei, af hverju heldurðu það?“ því þú hélst að ég væri einn af aðstoðarþjálfurunum. Eftir að hafa greitt úr þeim misskilningi og komið var á hreint að ég var bara enn einn villingurinn gerðum við okkur ferðir upp í fjall í frítímanum svo enginn kæmi nú að okkur. Við rifjuðum oft upp einmitt þessa sögu og hlógum mikið að.“ „Við límdust alveg saman. Alveg frá þessum tímapunkti gengum við í gegnum allt saman,“ segir Gunnar. „Það var svolítið sérstakt hvað við náðum vel saman miðað við hvað við vorum ólíkir, Bjarni var algjör „extrovert“ á meðan ég var andstæðan. Hann þekkti alla og talaði við alla og var rosalega vinsæll. Þegar við fórum saman niður í bæ þá kom sjaldnast fyrir að við enduðum á staðnum sem við ætluðum að fara á af því að Bjarni var alltaf að stoppa og spjalla við fólk á leiðinni! Við fórum í gegnum allskonar tímabil saman, til dæmis hnakkatímabilið okkar þar sem við fórum báðir í ljós fjórum sinnum í viku og svo kom tímabil þar sem við vorum báðir síðhærðir með „manbun.“ Eins og þruma úr heiðskýru lofti Þeir félagar áttu seinna meir eftir að leiðast báðir út af brautinni, eða eins og Gunnar orðar það þá lifðu þeir ekki „heilsusamlegu lífi.“ „Við byrjuðum báðir að fikta á sínum tíma, héldum að við værum svaka töffarar. Svo þróaðist það í ranga átt.“ Gunnar átti á endanum eftir að koma sér á rétta braut. Það tókst Bjarna hins vegar ekki. „Ég var heppinn. En ekki hann.“ Gunnar var staddur heima sjá sér á laugardagsmorgni í mars árið 2018 þegar hann fékk símtal frá vini sínum. Sá tjáði honum að Bjarni væri í sjúkrabíl á leið á spítala og að “útlitið væri svart.“ „Svo hringdi hann aftur sirka hálftíma seinna. Og segir mér að Bjarni hafi ekki lifað af. Og ég bara brotnaði gjörsamlega niður. Ég á þrjú börn, var einstæður á þessum tíma og akkúrat þennan dag voru börnin hjá mér í pabbahelgi. Ég hringdi í mæður þeirra og fékk að skutla þeim heim. Það gerðist allt mjög hratt. Áður en ég vissi af var allur vinahópurinn búin að frétta þetta- en ekki foreldrar Bjarna. Og enginn vissi hvernig ætti að bregðast við. Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Eins og maður er meðvitaður um hvert svona líferni getur leitt fólk, þá er ekkert sem undirbýr þig fyrir svona áfall, það er bara þannig. Ég hafði hitt Bjarna kvöldið áður, einhverjum átta klukkutímum áður en hann dó. Ég vissi að hann var þá á leiðinni á djammið, en það var ekkert óvenjulegt. Það var ekkert sem benti til þess að þetta ætti eftir að enda svona.“ Andlát Bjarna kom að sögn Gunnars eins og þruma úr heiðskýru lofti.Aðsend Minningin lifir „Bjarni kemur reglulega til mín í draumi. Mér þykir ofboðslega vænt um þessa drauma. Þá er alltaf svo svakalega jákvæð og hress orka í kringum hann, eins og var þegar hann var á lífi. Þegar ég vakna síðan eftir þessar draumfarir fæ ég alltaf svona sting í hjartað, þegar ég átta mig að þetta var bara draumur. Í þessum draumum er ég meðvitaður um að hann á að vera dáinn, en upplifi eins og hann hafi fengið annan séns. Þetta lag, „Bjartur þinn partur“ kom svolítið úr lausu lofti, einhver löngun sem greip mig. Ég samdi textann og tók lagið upp seint um kvöld og tók það upp á símann minn. Morguninn eftir var ég í bílnum á leið á vinnuna þegar ég hlustaði aftur á það, og ég fór að tárast. Svo hlustaði ég aftur og fór bara að gráta. Þetta snerti mig bara svo djúpt. En mig langaði að leggja „extra” mikið í þetta og betrumbæta. Og ég er ofboðslega ánægður með útkomuna,“ segir Gunnar jafnframt en lagið kom út á öllum helstu streymisveitum í síðustu viku. Eins og fyrri tvö lögin er það pródúserað og unnið af Þóri Óskari Fitzgerald. Gunnar vill halda minningu síns kæra vinar á lofti og líkt og hann bendir á er tónlistin einstök leið til þess. „Það er enginn sem minnist hans vegna vandamálanna sem hann glímdi við. Hann var fyrst og fremst frábær manneskja, með hjarta úr gulli og kom alltaf vel fram við alla. Ég hugsa svo oft til hans og þá er það aldrei neitt neyslutengt, heldur bara jákvæðar og fallegar tengingar.“ Tónlist Fíkn Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira
Gunnar starfar sem íþróttakennari við barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og sem markmannsþjálfari. Undanfarin misseri hefur hann verið að fikra sig áfram við lagasmíð og á meðal annars heiðurinn af upphafstefinu í barnaþáttunum Lilli Tígur, sem voru sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 og á streymisveitunni Stöð 2+. „Ég var eitthvað í kringum þrettán ára þegar ég byrjaði að fikta við að spila á gítar, prófa mig áfram. Ég er algjörlega sjálflærður, notaði video á Youtube og svona til að læra. Svo var það ekki fyrr en fyrir þremur árum að ég byrjaði að koma fram sem trúbador og hef svona verið að sinna því svona af og til.“ Vinátta sem breyttist í bræðralag Fyrr á árinu gaf Gunnar út tvö lög; Barnalagið „Litadans” og rokkballöðuna „Get ekki meir.” Á dögunum gaf hann síðan út þriðja lagið „Bjartur þinn partur “ en skammstöfunin B.Þ.P. vísar til Bjarna Þórs Pálmasonar sem lést árið 2018, einungis 27 ára að aldri. Líkt og fram kemur í laginu var það fíkniefnaneysla sem dró Bjarna til dauða. Gunnar og Bjarni kynntust 14 ára gamlir og myndaðist með þeim vinskapur sem að sögn Gunnars átti eftir að breytast í bræðralag. Þeir félagar eyddu meiri tíma saman en í sundur. Gunnar ritaði minningargrein um Bjarna á sínum tíma þar sem hann rifjaði upp fyrstu kynni þeirra tveggja: „Það var á Laugarvatni, á úrtaksæfingum fyrir landsliðið fyrir stráka undir 16 ára, sem við kynntumst. Án þess að hafa hugmynd um hver þú værir hafði ég frétt að þú hefðir gerst svo djarfur að hafa með þér tóbaksdollu. Ég var ekki svo djarfur og skildi mína eftir heima. Ég gekk rakleiðis að þér og spurði þig hvort þú værir nokkuð með í vörina. Ég, orðinn stór og skeggjaður og á undan öðrum í þroska, fékk bara stórt „nei, af hverju heldurðu það?“ því þú hélst að ég væri einn af aðstoðarþjálfurunum. Eftir að hafa greitt úr þeim misskilningi og komið var á hreint að ég var bara enn einn villingurinn gerðum við okkur ferðir upp í fjall í frítímanum svo enginn kæmi nú að okkur. Við rifjuðum oft upp einmitt þessa sögu og hlógum mikið að.“ „Við límdust alveg saman. Alveg frá þessum tímapunkti gengum við í gegnum allt saman,“ segir Gunnar. „Það var svolítið sérstakt hvað við náðum vel saman miðað við hvað við vorum ólíkir, Bjarni var algjör „extrovert“ á meðan ég var andstæðan. Hann þekkti alla og talaði við alla og var rosalega vinsæll. Þegar við fórum saman niður í bæ þá kom sjaldnast fyrir að við enduðum á staðnum sem við ætluðum að fara á af því að Bjarni var alltaf að stoppa og spjalla við fólk á leiðinni! Við fórum í gegnum allskonar tímabil saman, til dæmis hnakkatímabilið okkar þar sem við fórum báðir í ljós fjórum sinnum í viku og svo kom tímabil þar sem við vorum báðir síðhærðir með „manbun.“ Eins og þruma úr heiðskýru lofti Þeir félagar áttu seinna meir eftir að leiðast báðir út af brautinni, eða eins og Gunnar orðar það þá lifðu þeir ekki „heilsusamlegu lífi.“ „Við byrjuðum báðir að fikta á sínum tíma, héldum að við værum svaka töffarar. Svo þróaðist það í ranga átt.“ Gunnar átti á endanum eftir að koma sér á rétta braut. Það tókst Bjarna hins vegar ekki. „Ég var heppinn. En ekki hann.“ Gunnar var staddur heima sjá sér á laugardagsmorgni í mars árið 2018 þegar hann fékk símtal frá vini sínum. Sá tjáði honum að Bjarni væri í sjúkrabíl á leið á spítala og að “útlitið væri svart.“ „Svo hringdi hann aftur sirka hálftíma seinna. Og segir mér að Bjarni hafi ekki lifað af. Og ég bara brotnaði gjörsamlega niður. Ég á þrjú börn, var einstæður á þessum tíma og akkúrat þennan dag voru börnin hjá mér í pabbahelgi. Ég hringdi í mæður þeirra og fékk að skutla þeim heim. Það gerðist allt mjög hratt. Áður en ég vissi af var allur vinahópurinn búin að frétta þetta- en ekki foreldrar Bjarna. Og enginn vissi hvernig ætti að bregðast við. Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Eins og maður er meðvitaður um hvert svona líferni getur leitt fólk, þá er ekkert sem undirbýr þig fyrir svona áfall, það er bara þannig. Ég hafði hitt Bjarna kvöldið áður, einhverjum átta klukkutímum áður en hann dó. Ég vissi að hann var þá á leiðinni á djammið, en það var ekkert óvenjulegt. Það var ekkert sem benti til þess að þetta ætti eftir að enda svona.“ Andlát Bjarna kom að sögn Gunnars eins og þruma úr heiðskýru lofti.Aðsend Minningin lifir „Bjarni kemur reglulega til mín í draumi. Mér þykir ofboðslega vænt um þessa drauma. Þá er alltaf svo svakalega jákvæð og hress orka í kringum hann, eins og var þegar hann var á lífi. Þegar ég vakna síðan eftir þessar draumfarir fæ ég alltaf svona sting í hjartað, þegar ég átta mig að þetta var bara draumur. Í þessum draumum er ég meðvitaður um að hann á að vera dáinn, en upplifi eins og hann hafi fengið annan séns. Þetta lag, „Bjartur þinn partur“ kom svolítið úr lausu lofti, einhver löngun sem greip mig. Ég samdi textann og tók lagið upp seint um kvöld og tók það upp á símann minn. Morguninn eftir var ég í bílnum á leið á vinnuna þegar ég hlustaði aftur á það, og ég fór að tárast. Svo hlustaði ég aftur og fór bara að gráta. Þetta snerti mig bara svo djúpt. En mig langaði að leggja „extra” mikið í þetta og betrumbæta. Og ég er ofboðslega ánægður með útkomuna,“ segir Gunnar jafnframt en lagið kom út á öllum helstu streymisveitum í síðustu viku. Eins og fyrri tvö lögin er það pródúserað og unnið af Þóri Óskari Fitzgerald. Gunnar vill halda minningu síns kæra vinar á lofti og líkt og hann bendir á er tónlistin einstök leið til þess. „Það er enginn sem minnist hans vegna vandamálanna sem hann glímdi við. Hann var fyrst og fremst frábær manneskja, með hjarta úr gulli og kom alltaf vel fram við alla. Ég hugsa svo oft til hans og þá er það aldrei neitt neyslutengt, heldur bara jákvæðar og fallegar tengingar.“
Tónlist Fíkn Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira