Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Skallagrímur 76-59 | Erfið og skrítin vika hjá Pálma Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 13. desember 2013 21:45 Mynd/Valli Haukar og Skallagrímur mættust í Dominos-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Borgarnesi eru í harðri fallbaráttu en hefðu getað farið að narta í hælana á þeim liðum sem eru í pakkanum fyrir ofan með því að taka sigur í kvöld. Skallagrímur er með 4 stig en Haukar eru komnir með 12 stig eftir kvöldið. Gestirnir veittu Haukum keppni lengi vel en Hafnarfjarðarliðið vann alla fjórðungana nema einn og var einfaldlega betra liðið í kvöld. Leikur Borgnesinga var of kaflaskiptur. Haukur Óskarsson var stigahæstur Hauka en Terrence Watson var einnig gríðarlega drjúgur, tók 21 frákast. Skallagrímur var inni í leiknum þar til í lokin en köstuðu svo inn hvíta handklæðinu. Vikan hefur verið einstaklega erfið hjá Borgnesingum en þeir ráku þjálfara sinn á dögunum, Pálma Þór Sævarsson, en réðu hann svo aftur daginn eftir.Vísir spjallaði við Pálma eftir leikinn:"Ég hélt að við kæmum miklu betur gíraðir í þetta," sagði Pálmi svekktur. "Eftir það sem á undan er gengið hélt ég að við myndum mæta miklu betur tilbúnir, graðari og grimmari í þennan leik." "Svo í lokin fórum við á bull-skeið og gáfum þeim einhver tíu stig út af einbeitingarleysi. Við höfum allavega nóg að gera. Ég er mjög svekktur." Eins og áður sagði þá hefur vikan verið stormasöm hjá Skallagrími. Hvernig hefur vikan verið frá sjónarhorni Pálma? "Hún hefur verið mjög erfið og skrítin en það er engin afsökun fyrir þessu. Þrátt fyrir að eitthvað bjáti á hjá okkur eigum við að geta miklu betur en þetta. Ég hefði viljað fá miklu grimmari viðbrögð frá okkar strákum en það gerðist ekki." " Haukarnir voru að spila fínt en við duttum niður í göngubolta sem er ekki okkar stíll. Við erum góðir þegar við hlaupum völlinn og látum boltann ganga. Það var þó vel gert hjá þeim að ná að þvinga okkur í hluti sem við erum ekki góðir að gera." "Næsti leikur er strax á sunnudaginn og vonandi mætum við gíraðir í það. Ég trúi ekki að við mætum í tvo leiki í röð eins og við gerðum núna."Haukar-Skallagrímur 76-59 (22-16, 15-18, 16-12, 23-13)Haukar: Haukur Óskarsson 23/5 fráköst, Terrence Watson 18/21 fráköst/5 stolnir, Emil Barja 11/8 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 10/8 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Helgi Björn Einarsson 6/8 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0/4 fráköst.Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 19/10 fráköst, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Oscar Jermaine Bellfield 11/5 stolnir, Davíð Ásgeirsson 8/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Orri Jónsson 3/4 fráköst, Sigurður Þórarinsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Steinar Orri SigurðssonLeiklýsing: Haukar - Skallagrímur | TölfræðinLEIK LOKIÐ, 76-59: Gestirnir köstuðu inn hvíta handklæðinu í lokin. Haukar vinna verðskuldað. Viðtöl á leiðinni. Fjórði leikhluti, 70-56: Skallagrímur verið að reyna þriggja stiga skot til að koma sér inn í leikinn en þau hafa ekki gengið. Haukar vinna þennan leik. Mínúta eftir. Fjórði leikhluti, 67-56: Boltinn dæmdur af Haukum við litla hrifningu þjálfara þeirra. 2:37 eftir af leiknum. Þetta er enn hægt fyrir Skallagrím en þá þarf allt að ganga upp. Fjórði leikhluti, 62-50: Páll Axel að ryðja sér leið í gegn og skora af harðfylgi. Skallagrímur þarf meira af þessu þær sex mínútur sem eftir eru. Fjórði leikhluti, 60-48: Haukar hafa náð tólf stiga forskoti. Borgnesingar taka leikhlé. Þriðja leikhluta lokið, 53-46: Haukar unnu þennan leikhluta með sjö stiga mun. Terrence Watson verið drjúgur fyrir Hauka, er með 10 stig og 20 fráköst. Haukur Óskarsson hefur skorað 18 stig. Hjá Sköllunum er Egill Egilsson með 12 stig, Oscar Bellfield 11 og Páll Axel 10 stig. Þriðji leikhluti, 51-43: Gestirnir að gera aðeins of mörg mistök núna. Þriðji leikhluti, 44-41: Oscar Jermaine Bellfield setti niður þriggja stiga körfu en Emil Barja svaraði strax með þristi fyrir heimamenn. Alvöru maður. Stigahæstir í hálfleik: Haukur Óskarsson með 12 og Terrence Watson 10 stig fyrir Hauka. Egill Egilsson og Páll Axel Vilbergsson með 10 stig hvor fyrir Skallagrím. Öðrum leikhluta lokið, 37-34: Heimamenn luku þessum fyrri hluta ágætlega og leiða í hálfleiknum. Stuðningsmenn Skallagríms veifa fána. Smá föstudagur í þeim. Annar leikhluti, 30-31: Tvær körfur frá Haukum með stuttu millibili, þar af þristur sem Sigurður Þór Einarsson smellti niður. Gestirnir taka leikhlé þegar rúmar 2 mínútur eru til hálfleiks. Annar leikhluti, 25-29: Egill Egilsson og Páll Axel Vilbergsson með átta stig hvor. Annar leikhluti, 23-27: Haukarnir hafa verið skrefinu á undan en Borgnesingar gefa sig alla í þetta. Páll Axel Vilbergsson var að bjóða upp á tvo lúxus þrista í röð og skyndilega er Skallagrímur búið að taka forystuna! Fyrsta leikhluta lokið, 20-16: Terrence Watson með flautukörfu í lok fyrsta fjórðungs. Haukur Óskarsson er þó stærsti munurinn á liðunum. Skoraði tólf stig í leikhlutanum. Vallarþulurinn spilar Smashing Pumpkins, fær stóran plús fyrir það. Fyrsti leikhluti, 15-13: Haukur Óskarsson með níu stig fyrir Hauka, Egill Egilsson sex fyrir Skallagrím. Egill kominn með tvær villur. Fyrsti leikhluti, 12-11: Menn eru funheitir fyrir utan og það er boðið upp á þriggja stiga veislu hérna í byrjun. Fyrsti leikhluti, 7-3: Þetta er farið af stað. Egill Egilsson setti niður þrist fyrir Skallagrím áður en heimamenn svöruðu með sjö stigum, þar af þriggja stiga körfu frá Hauki Óskarssyni.Fyrir leik: Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, hefur verið í fréttunum í þessari viku. Hann var látinn taka pokann sinn en svo ráðinn aftur daginn eftir. Eitthvað sem þekkist vel í ítalska fótboltanum en er sjaldséð í íslensku íþróttalífi.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp yfir ilmandi rokktónlist. Bæði lið eiga að leika strax aftur á sunnudaginn í deildinni áður en að jólafríi kemur. Haukar leika þá gegn KR vestur í bæ og Skallagrímur fær Grindavík í heimsókn.Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Skallagríms lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Haukar og Skallagrímur mættust í Dominos-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Borgarnesi eru í harðri fallbaráttu en hefðu getað farið að narta í hælana á þeim liðum sem eru í pakkanum fyrir ofan með því að taka sigur í kvöld. Skallagrímur er með 4 stig en Haukar eru komnir með 12 stig eftir kvöldið. Gestirnir veittu Haukum keppni lengi vel en Hafnarfjarðarliðið vann alla fjórðungana nema einn og var einfaldlega betra liðið í kvöld. Leikur Borgnesinga var of kaflaskiptur. Haukur Óskarsson var stigahæstur Hauka en Terrence Watson var einnig gríðarlega drjúgur, tók 21 frákast. Skallagrímur var inni í leiknum þar til í lokin en köstuðu svo inn hvíta handklæðinu. Vikan hefur verið einstaklega erfið hjá Borgnesingum en þeir ráku þjálfara sinn á dögunum, Pálma Þór Sævarsson, en réðu hann svo aftur daginn eftir.Vísir spjallaði við Pálma eftir leikinn:"Ég hélt að við kæmum miklu betur gíraðir í þetta," sagði Pálmi svekktur. "Eftir það sem á undan er gengið hélt ég að við myndum mæta miklu betur tilbúnir, graðari og grimmari í þennan leik." "Svo í lokin fórum við á bull-skeið og gáfum þeim einhver tíu stig út af einbeitingarleysi. Við höfum allavega nóg að gera. Ég er mjög svekktur." Eins og áður sagði þá hefur vikan verið stormasöm hjá Skallagrími. Hvernig hefur vikan verið frá sjónarhorni Pálma? "Hún hefur verið mjög erfið og skrítin en það er engin afsökun fyrir þessu. Þrátt fyrir að eitthvað bjáti á hjá okkur eigum við að geta miklu betur en þetta. Ég hefði viljað fá miklu grimmari viðbrögð frá okkar strákum en það gerðist ekki." " Haukarnir voru að spila fínt en við duttum niður í göngubolta sem er ekki okkar stíll. Við erum góðir þegar við hlaupum völlinn og látum boltann ganga. Það var þó vel gert hjá þeim að ná að þvinga okkur í hluti sem við erum ekki góðir að gera." "Næsti leikur er strax á sunnudaginn og vonandi mætum við gíraðir í það. Ég trúi ekki að við mætum í tvo leiki í röð eins og við gerðum núna."Haukar-Skallagrímur 76-59 (22-16, 15-18, 16-12, 23-13)Haukar: Haukur Óskarsson 23/5 fráköst, Terrence Watson 18/21 fráköst/5 stolnir, Emil Barja 11/8 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 10/8 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Helgi Björn Einarsson 6/8 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0/4 fráköst.Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 19/10 fráköst, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Oscar Jermaine Bellfield 11/5 stolnir, Davíð Ásgeirsson 8/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Orri Jónsson 3/4 fráköst, Sigurður Þórarinsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Steinar Orri SigurðssonLeiklýsing: Haukar - Skallagrímur | TölfræðinLEIK LOKIÐ, 76-59: Gestirnir köstuðu inn hvíta handklæðinu í lokin. Haukar vinna verðskuldað. Viðtöl á leiðinni. Fjórði leikhluti, 70-56: Skallagrímur verið að reyna þriggja stiga skot til að koma sér inn í leikinn en þau hafa ekki gengið. Haukar vinna þennan leik. Mínúta eftir. Fjórði leikhluti, 67-56: Boltinn dæmdur af Haukum við litla hrifningu þjálfara þeirra. 2:37 eftir af leiknum. Þetta er enn hægt fyrir Skallagrím en þá þarf allt að ganga upp. Fjórði leikhluti, 62-50: Páll Axel að ryðja sér leið í gegn og skora af harðfylgi. Skallagrímur þarf meira af þessu þær sex mínútur sem eftir eru. Fjórði leikhluti, 60-48: Haukar hafa náð tólf stiga forskoti. Borgnesingar taka leikhlé. Þriðja leikhluta lokið, 53-46: Haukar unnu þennan leikhluta með sjö stiga mun. Terrence Watson verið drjúgur fyrir Hauka, er með 10 stig og 20 fráköst. Haukur Óskarsson hefur skorað 18 stig. Hjá Sköllunum er Egill Egilsson með 12 stig, Oscar Bellfield 11 og Páll Axel 10 stig. Þriðji leikhluti, 51-43: Gestirnir að gera aðeins of mörg mistök núna. Þriðji leikhluti, 44-41: Oscar Jermaine Bellfield setti niður þriggja stiga körfu en Emil Barja svaraði strax með þristi fyrir heimamenn. Alvöru maður. Stigahæstir í hálfleik: Haukur Óskarsson með 12 og Terrence Watson 10 stig fyrir Hauka. Egill Egilsson og Páll Axel Vilbergsson með 10 stig hvor fyrir Skallagrím. Öðrum leikhluta lokið, 37-34: Heimamenn luku þessum fyrri hluta ágætlega og leiða í hálfleiknum. Stuðningsmenn Skallagríms veifa fána. Smá föstudagur í þeim. Annar leikhluti, 30-31: Tvær körfur frá Haukum með stuttu millibili, þar af þristur sem Sigurður Þór Einarsson smellti niður. Gestirnir taka leikhlé þegar rúmar 2 mínútur eru til hálfleiks. Annar leikhluti, 25-29: Egill Egilsson og Páll Axel Vilbergsson með átta stig hvor. Annar leikhluti, 23-27: Haukarnir hafa verið skrefinu á undan en Borgnesingar gefa sig alla í þetta. Páll Axel Vilbergsson var að bjóða upp á tvo lúxus þrista í röð og skyndilega er Skallagrímur búið að taka forystuna! Fyrsta leikhluta lokið, 20-16: Terrence Watson með flautukörfu í lok fyrsta fjórðungs. Haukur Óskarsson er þó stærsti munurinn á liðunum. Skoraði tólf stig í leikhlutanum. Vallarþulurinn spilar Smashing Pumpkins, fær stóran plús fyrir það. Fyrsti leikhluti, 15-13: Haukur Óskarsson með níu stig fyrir Hauka, Egill Egilsson sex fyrir Skallagrím. Egill kominn með tvær villur. Fyrsti leikhluti, 12-11: Menn eru funheitir fyrir utan og það er boðið upp á þriggja stiga veislu hérna í byrjun. Fyrsti leikhluti, 7-3: Þetta er farið af stað. Egill Egilsson setti niður þrist fyrir Skallagrím áður en heimamenn svöruðu með sjö stigum, þar af þriggja stiga körfu frá Hauki Óskarssyni.Fyrir leik: Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, hefur verið í fréttunum í þessari viku. Hann var látinn taka pokann sinn en svo ráðinn aftur daginn eftir. Eitthvað sem þekkist vel í ítalska fótboltanum en er sjaldséð í íslensku íþróttalífi.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp yfir ilmandi rokktónlist. Bæði lið eiga að leika strax aftur á sunnudaginn í deildinni áður en að jólafríi kemur. Haukar leika þá gegn KR vestur í bæ og Skallagrímur fær Grindavík í heimsókn.Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Skallagríms lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira