Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-15 | Auðvelt hjá Haukum Róbert Jóhannsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 11:01 Haukar og Fram mættust í fyrri undanúrslitaleik Deildarbikarkeppni Flugfélags Íslands í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á skömmum tíma en þau spiluðu nýlega í deildinni þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum undir í síðari hálfleik. Haukar vildu greinilega ekki elta Framara á nýjan leik og gerðu út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks. Framan af var leikurinn mjög jafn en staðan var 7-7 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Haukar hrukku í fimmta gír undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hans og bættu um betur með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. Eftir það var spurningin aldrei um hvort liðið myndi sigra leikinn heldur hversu stór sigurinn yrði, svo sannfærandi var vörn og markvarsla Hauka í kvöld. Giedrius Morkunas átti stórleik í marki Hauka og varði 19 skot en auk þess varði vörnin fjölda skota Framara sem áttu engin svör við sterkum varnarleik efsta liðs deildarinnar. Um miðjan síðari hálfleikinn hvíldi Patrekur Jóhannesson byrjunarlið sitt fyrir átök morgundagsins í úrslitaleik Deildarbikarsins en Framarar eru komnir í langt jólafrí, úr leik í báðum bikarkeppnum með nokkurra daga millibili.Guðlaugur Arnars: Sóknarleikurinn vandamálið Guðlaugur Arnarsson var að vonum daufur í dálkinn að leik loknum en telur sig og sína leikmenn hafa lært eitthvað af leiknum: „Við lærðum það að við þurfum að vera fókuseraðir á þá hluti sem við erum í. Við verðum að halda haus og við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Guðlaugur. Fram var vel inni í leiknum allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Haukar breyttu stöðunni úr 7-7 í 10-7. „Við missum dampinn og þetta féll allt með Haukum, þeir spiluðu sterka vörn og markvörðurinn þeirra var að taka allt og grýta boltanum fram.“ Í kjölfarið fengu haukar fjölmörg hraðaupphlaup sem gerðu út um leikinn. Sóknarleikur Framara virkaði ráðleysislegur á löngum köflum í leiknum og veit Guðlaugur vel af því vandamáli liðsins: „Okkar vandamál í vetur hefur verið sóknarleikurinn og við þurfum bara að halda áfram að vinna í honum. Núna er einn og hálfur mánuður í næsta leik svo við verðum að reyna að nota þann tíma vel. Ungu strákarnir fara reyndar að spila með 2. og 3. flokki en það er bara eins og það er. En ég er ánægður með árangurinn hingað til, við erum búnir að spila okkur hingað í deildarbikarinn og spilamennskan fram að þessu hefur skilað því þannig að við ætlum að byggja við þetta.“Patrekur: Fríið kom sér vel Patrekur Jóhannesson var öllu kátari eftir leik enda gjörsigruðu Haukar lið Fram í kvöld. Það var þolinmæðin sem vann þessa þraut að hans mati: „Við vorum bara yfirvegaðir og þolinmóðir, á móti Fram þarf bara þolinmæði, þeir spila virkilega langar sóknir. Ég var virkilega ánægður með hvað við vorum þolinmóðir allan tímann sóknarlega. Við vorum rólegir í byrjun og náum svo að brjóta þá á bak aftur.“ Haukar hafa verið í leikjafríi frá deildarleiknum magnaða gegn Fram þar sem þeir sneru töpuðum leik sér í hag: „Þeir spiluðu auðvitað í vikunni gegn Aftureldingu í bikarnum á meðan við erum búnir að vera að æfa og það kom sér mjög vel.“ Um miðjan síðari hálfleik skipti Patrekur nánast öllu liðinu af velli og gaf öðrum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig: „Jú jú, það er auðvitað mikilvægt, tveir leikir á tveimur dögum en leikmennirnir eru allir í góðu formi þó það sé auðvitað fínt að geta hvílt aðeins.“ Haukar mæta annað hvort nágrönnum sínum í FH eða leikmönnum ÍBV í úrslitum en Patrekur á þó enga óskamótherja í úrslitaleiknum: „Nei, þetta eru svipuð lið að getu, númer tvö og þrjú í deildinni, svoleiðis að það skiptir engu máli. Við erum bara ánægðir með að vera komnir í úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Haukar og Fram mættust í fyrri undanúrslitaleik Deildarbikarkeppni Flugfélags Íslands í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á skömmum tíma en þau spiluðu nýlega í deildinni þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum undir í síðari hálfleik. Haukar vildu greinilega ekki elta Framara á nýjan leik og gerðu út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks. Framan af var leikurinn mjög jafn en staðan var 7-7 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Haukar hrukku í fimmta gír undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hans og bættu um betur með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. Eftir það var spurningin aldrei um hvort liðið myndi sigra leikinn heldur hversu stór sigurinn yrði, svo sannfærandi var vörn og markvarsla Hauka í kvöld. Giedrius Morkunas átti stórleik í marki Hauka og varði 19 skot en auk þess varði vörnin fjölda skota Framara sem áttu engin svör við sterkum varnarleik efsta liðs deildarinnar. Um miðjan síðari hálfleikinn hvíldi Patrekur Jóhannesson byrjunarlið sitt fyrir átök morgundagsins í úrslitaleik Deildarbikarsins en Framarar eru komnir í langt jólafrí, úr leik í báðum bikarkeppnum með nokkurra daga millibili.Guðlaugur Arnars: Sóknarleikurinn vandamálið Guðlaugur Arnarsson var að vonum daufur í dálkinn að leik loknum en telur sig og sína leikmenn hafa lært eitthvað af leiknum: „Við lærðum það að við þurfum að vera fókuseraðir á þá hluti sem við erum í. Við verðum að halda haus og við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Guðlaugur. Fram var vel inni í leiknum allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Haukar breyttu stöðunni úr 7-7 í 10-7. „Við missum dampinn og þetta féll allt með Haukum, þeir spiluðu sterka vörn og markvörðurinn þeirra var að taka allt og grýta boltanum fram.“ Í kjölfarið fengu haukar fjölmörg hraðaupphlaup sem gerðu út um leikinn. Sóknarleikur Framara virkaði ráðleysislegur á löngum köflum í leiknum og veit Guðlaugur vel af því vandamáli liðsins: „Okkar vandamál í vetur hefur verið sóknarleikurinn og við þurfum bara að halda áfram að vinna í honum. Núna er einn og hálfur mánuður í næsta leik svo við verðum að reyna að nota þann tíma vel. Ungu strákarnir fara reyndar að spila með 2. og 3. flokki en það er bara eins og það er. En ég er ánægður með árangurinn hingað til, við erum búnir að spila okkur hingað í deildarbikarinn og spilamennskan fram að þessu hefur skilað því þannig að við ætlum að byggja við þetta.“Patrekur: Fríið kom sér vel Patrekur Jóhannesson var öllu kátari eftir leik enda gjörsigruðu Haukar lið Fram í kvöld. Það var þolinmæðin sem vann þessa þraut að hans mati: „Við vorum bara yfirvegaðir og þolinmóðir, á móti Fram þarf bara þolinmæði, þeir spila virkilega langar sóknir. Ég var virkilega ánægður með hvað við vorum þolinmóðir allan tímann sóknarlega. Við vorum rólegir í byrjun og náum svo að brjóta þá á bak aftur.“ Haukar hafa verið í leikjafríi frá deildarleiknum magnaða gegn Fram þar sem þeir sneru töpuðum leik sér í hag: „Þeir spiluðu auðvitað í vikunni gegn Aftureldingu í bikarnum á meðan við erum búnir að vera að æfa og það kom sér mjög vel.“ Um miðjan síðari hálfleik skipti Patrekur nánast öllu liðinu af velli og gaf öðrum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig: „Jú jú, það er auðvitað mikilvægt, tveir leikir á tveimur dögum en leikmennirnir eru allir í góðu formi þó það sé auðvitað fínt að geta hvílt aðeins.“ Haukar mæta annað hvort nágrönnum sínum í FH eða leikmönnum ÍBV í úrslitum en Patrekur á þó enga óskamótherja í úrslitaleiknum: „Nei, þetta eru svipuð lið að getu, númer tvö og þrjú í deildinni, svoleiðis að það skiptir engu máli. Við erum bara ánægðir með að vera komnir í úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti