Og íþróttamaður ársins 2013 er… Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2013 09:08 Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. Sem nýr félagi í Samtökum íþróttafréttamanna fékk ég að setja saman minn lista yfir þau tíu sem sköruðu fram úr á árinu. Markmiðið var einfalt: setja saman hinn fullkomna lista. Það skyldi sko enginn sjá ástæðu til að gagnrýna mitt val. Íþróttaárið 2013 var ótrúlega gott og þó það sé vel þekkt staðreynd er með ólíkindum hve margt glæsilegt íþróttafólk við Íslendingar erum svo heppnir að eiga. Bara sú staðreynd að Ísland, litla Ísland, á heimsmeistara og Evrópumeistara í fleiri en einni grein segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Svo mikil breidd er í íslensku íþróttalífi að mögulegt er að enginn þeirra sem skipuðu efstu þrjú sætin í kjörinu í fyrra hafni í tíu efstu sætunum í ár. Afrek hinnar 17 ára Anítu Hinriksdóttur á Evrópu- og heimsmeistaramótum ungmenna fóru ekki fram hjá neinum. Kvennalandsliðið í knattspyrnu fór í átta liða úrslit á Evrópumótinu og karlalandsliðið var níutíu mínútum frá því að tryggja sér þátttökurétt á sjálfu heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Knapinn Jóhann Rúnar Skúlason og spjótkastarinn Helgi Sveinsson urðu heimsmeistarar og Auðunn Jónsson Evrópumeistari í kraftlyftingum. Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í handbolta kvenna, Þýskalandsmeistara í handbolta karla og körfuboltafólk náði sínum besta árangri. Hvort sem horft er á afrek hér heima eða erlendis er ljóst að engin leið er að setja saman hinn fullkoma tíu manna lista. Hvert afrek er litið ólíkum augum enda er samanburður afar erfiður. Að bera saman frábært framlag einstaklings í hópíþrótt og annars í einstaklingsíþrótt er á tíðum eins og að bera saman epli og appelsínur. Valið verður gagnrýnt. Hver svo sem stendur uppi með bikarinn eftirsótta þá verða fjölmargir fulltrúar og stuðningsmenn annars íþróttafólks ósáttir. Íþróttafólks sem stóð sig virkilega vel á árinu og hefði einnig verið vel að titlinum komið. Vonandi er að fleiri taki þann pól í hæðina að hrósa og fagna með þeim er titilinn hreppir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. Sem nýr félagi í Samtökum íþróttafréttamanna fékk ég að setja saman minn lista yfir þau tíu sem sköruðu fram úr á árinu. Markmiðið var einfalt: setja saman hinn fullkomna lista. Það skyldi sko enginn sjá ástæðu til að gagnrýna mitt val. Íþróttaárið 2013 var ótrúlega gott og þó það sé vel þekkt staðreynd er með ólíkindum hve margt glæsilegt íþróttafólk við Íslendingar erum svo heppnir að eiga. Bara sú staðreynd að Ísland, litla Ísland, á heimsmeistara og Evrópumeistara í fleiri en einni grein segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Svo mikil breidd er í íslensku íþróttalífi að mögulegt er að enginn þeirra sem skipuðu efstu þrjú sætin í kjörinu í fyrra hafni í tíu efstu sætunum í ár. Afrek hinnar 17 ára Anítu Hinriksdóttur á Evrópu- og heimsmeistaramótum ungmenna fóru ekki fram hjá neinum. Kvennalandsliðið í knattspyrnu fór í átta liða úrslit á Evrópumótinu og karlalandsliðið var níutíu mínútum frá því að tryggja sér þátttökurétt á sjálfu heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Knapinn Jóhann Rúnar Skúlason og spjótkastarinn Helgi Sveinsson urðu heimsmeistarar og Auðunn Jónsson Evrópumeistari í kraftlyftingum. Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í handbolta kvenna, Þýskalandsmeistara í handbolta karla og körfuboltafólk náði sínum besta árangri. Hvort sem horft er á afrek hér heima eða erlendis er ljóst að engin leið er að setja saman hinn fullkoma tíu manna lista. Hvert afrek er litið ólíkum augum enda er samanburður afar erfiður. Að bera saman frábært framlag einstaklings í hópíþrótt og annars í einstaklingsíþrótt er á tíðum eins og að bera saman epli og appelsínur. Valið verður gagnrýnt. Hver svo sem stendur uppi með bikarinn eftirsótta þá verða fjölmargir fulltrúar og stuðningsmenn annars íþróttafólks ósáttir. Íþróttafólks sem stóð sig virkilega vel á árinu og hefði einnig verið vel að titlinum komið. Vonandi er að fleiri taki þann pól í hæðina að hrósa og fagna með þeim er titilinn hreppir.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun