Besti leikmaður kvennaliðs Fram, Stella Sigurðardóttir, meiddist í leiknum gegn ÍBV í gær og var óttast að hún væri alvarlega meidd.
Skoðanir í dag hafa leitt í ljós að Stella er óbrotin en Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, segir í samtali við mbl.is að hún muni þó líklega ekki spila gegn ÍBV á morgun.
Það verður annar leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Þriðji leikur liðanna fer fram á miðvikudag og þá ætti Stella að vera orðin klár. Fram vann fyrsta leikinn.
Stella er illa tognuð á fingri en ef hún hefði brotnað væri tímabilið búið hjá henni.

