Litla græna paprikan Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. apríl 2013 14:00 Ég man eftir fyrstu paprikunni sem ég sá og ég man enn þá bragðið af henni. Hún var græn – og þannig voru þær lengi því að Litanefnd landbúnaðarvara sá enga nauðsyn á því að leyfa rauðar paprikur og afgreiddi það erindi ekki fyrr en nokkrum árum síðar, með miklum semingi. Svo komu þær gulu og loks þessar appelsínugulu, eftir mikið japl, jaml og fuður. Fyrsta paprikan. Frjálslyndur og umbótasinnaður fulltrúi í Landbúnaðarráði, Egon Krensson að nafni, hafði í andartaks veiklyndi ákveðið að leyfa ræktun á þessum grænvexti í Garðyrkjuskólanum; þetta var hættuspil, eins og að leyfa Bítlana í Austur-Þýskalandi, eftir þetta varð ekki aftur snúið. Hið löggilta vísitölugrænmeti – gulrófur, kartöflur og gulrætur – var ekki lengur eitt á boðstólum. Við höfðum komist á bragðið. Ég man það. Fyrsta paprikan sem ég smakkaði var græn á bragðið. Hún var ekki beinlínis bragðgóð – svolítið römm, einkennilega beisk – mér fannst þetta þýðingarmikið bragð. Það var útlenskt. Það gæti aldrei gengið með lifrarpylsu eða sviðum, siginni ýsu eða ora-fiskibollum – íslenska súldarmatnum – það var jörð og sól í þessu bragði; maður fann streyma um sig eitthvert nýtt vítamín. Maður áttaði sig á því að maður yrði að fá þessa næringu til að þrífast. Þetta var bragðið af öðruvísiheitunum.Blessuð höftin Egon Krensson var aldrei til þótt hann væri á annarri hverri þúfu í íslenska stjórnkerfinu árum saman. Og ég skrökvaði þessu um Litanefnd Landbúnaðarvara þó að við getum öll séð fyrir okkur kallana í þeirri nefnd; sömu haftakommissarana og töldu fullgott ofan í okkur finnska hringrotskartöfluhroðann á Framsóknaráratugnum. Hér voru höft – en við þau unað samkvæmt boðorðinu „vont en það venst“. Þau voru innleidd á fjórða áratugnum í kreppunni miklu af stjórn hinna vinnandi stétta í neyðarástandi en hurfu aldrei alveg vegna þess að það hentaði forréttindastéttum að hreiðra um sig kringum þetta fyrirkomulag. Þannig er það alltaf með höft. Smám saman varð hér til valdakerfi kringum þau – og Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur byggðu upp kerfi hyglunar og úthlutunar á gæðum til útvalinna. Höftin eru, rétt eins og verðbólgan, að sumu leyti inngróin íslenskum hugsunarhætti og menningu. Við þekkjum þau. Íslendingar hafa upp til hópa alveg gríðarlegt vit á efnahagsmálum. Segja má að hver og einn einstaklingur hafi komið sér upp sinni sérstöku útfærslu á lausn á ?lánavanda heimilanna? sem svo er kallaður, og jafnvel kominn í framboð til að afla sinni sérleið fylgis. Þessu viti fylgir mikil braskþörf, sem kannski hefur ekki fengið að blómstra nægilega í tíð núverandi ríkisstjórnar, þörf til að spekúlera og spá í hlutina. Þetta er hinn innbyggði verðbólgu- og gengisfellingaviti sem hefur legið úti í kompu um hríð en er nú verið að pússa í öllum hornum; þessi hárfíni sans fyrir því hvenær maður á að fá sér nýjan bíl, selja, kaupa, leigja – braska. Margt bendir til þess að sú ríkisstjórn sem fólk ætlar að kjósa muni reyna að aðlagast núverandi gjaldeyrishöftum á komandi árum og jafnvel áratugum; vont en það venst og svo haldið á gamalkunnar íslenskar sérleiðir í efnahagsmálum.Öðruvísiheitin? En við vorum trúi ég að tala um paprikur. Ég er frá annarri öld, úr annarri vídd, heimurinn var annar þegar ég var að alast upp, sumt var kannski betra þá en það voru sem sé engar paprikur í boði fyrr en ég var orðinn unglingur. Nú eru útlönd hérna í smellfæri í tölvunni minni og rútufarmar túrista hér í grenndinni á Álftanesi að svipast um eftir hinum fræga forseta sem setti alla bankamennina í fangelsi og fann upp hitaveituna; hillur verslana eru fullar af útlendum varningi og íslenskir listamenn fara um heiminn við mikinn fögnuð. Landinu verður ekki lokað aftur. Það er úrlausnarefni stjórnmálamannanna okkar að finna þessu flæði milli eyjunnar okkar og annarra landa farsælan farveg. Það er ekki einfalt mál. Hömlulaus innflutningur á framleiðslu matvælarisa heimsins sem aðrir geta ekki keppt við í verði, en fara um fátæk lönd eins og plága og eignast þar auðlindir allar til að selja fólki það sem það á með réttu sjálft – það er kannski ekki í anda þess sem okkur dreymir um. Sagan um litlu grænu paprikuna er heldur ekki um það. Hún er um holl áhrif að utan sem verða að fá að flæða hér um og gera það ekki nema með því að aflétta innflutningshöftum í eitt skipti fyrir öll. Hún er um útlönd á Íslandi. Hún er um litadýrðina sem aldrei má vera háð nefndaleyfum heldur fæst bara með gróskunni og athafnafrelsinu. Hún er um möguleikana sem Íslendingar eiga í heiminum: hvernig þessi litla skrýtna þjóð á sínum endalausu sérleiðum getur til dæmis spjarað sig með matvælaframleiðslu í gróðurhúsum sem manni skilst að njóti ekki nema brots af þeim fríðindum sem álvinnslunni býðst. Hún er um nauðsyn þess að leggja rækt við öðruvísiheitin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég man eftir fyrstu paprikunni sem ég sá og ég man enn þá bragðið af henni. Hún var græn – og þannig voru þær lengi því að Litanefnd landbúnaðarvara sá enga nauðsyn á því að leyfa rauðar paprikur og afgreiddi það erindi ekki fyrr en nokkrum árum síðar, með miklum semingi. Svo komu þær gulu og loks þessar appelsínugulu, eftir mikið japl, jaml og fuður. Fyrsta paprikan. Frjálslyndur og umbótasinnaður fulltrúi í Landbúnaðarráði, Egon Krensson að nafni, hafði í andartaks veiklyndi ákveðið að leyfa ræktun á þessum grænvexti í Garðyrkjuskólanum; þetta var hættuspil, eins og að leyfa Bítlana í Austur-Þýskalandi, eftir þetta varð ekki aftur snúið. Hið löggilta vísitölugrænmeti – gulrófur, kartöflur og gulrætur – var ekki lengur eitt á boðstólum. Við höfðum komist á bragðið. Ég man það. Fyrsta paprikan sem ég smakkaði var græn á bragðið. Hún var ekki beinlínis bragðgóð – svolítið römm, einkennilega beisk – mér fannst þetta þýðingarmikið bragð. Það var útlenskt. Það gæti aldrei gengið með lifrarpylsu eða sviðum, siginni ýsu eða ora-fiskibollum – íslenska súldarmatnum – það var jörð og sól í þessu bragði; maður fann streyma um sig eitthvert nýtt vítamín. Maður áttaði sig á því að maður yrði að fá þessa næringu til að þrífast. Þetta var bragðið af öðruvísiheitunum.Blessuð höftin Egon Krensson var aldrei til þótt hann væri á annarri hverri þúfu í íslenska stjórnkerfinu árum saman. Og ég skrökvaði þessu um Litanefnd Landbúnaðarvara þó að við getum öll séð fyrir okkur kallana í þeirri nefnd; sömu haftakommissarana og töldu fullgott ofan í okkur finnska hringrotskartöfluhroðann á Framsóknaráratugnum. Hér voru höft – en við þau unað samkvæmt boðorðinu „vont en það venst“. Þau voru innleidd á fjórða áratugnum í kreppunni miklu af stjórn hinna vinnandi stétta í neyðarástandi en hurfu aldrei alveg vegna þess að það hentaði forréttindastéttum að hreiðra um sig kringum þetta fyrirkomulag. Þannig er það alltaf með höft. Smám saman varð hér til valdakerfi kringum þau – og Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur byggðu upp kerfi hyglunar og úthlutunar á gæðum til útvalinna. Höftin eru, rétt eins og verðbólgan, að sumu leyti inngróin íslenskum hugsunarhætti og menningu. Við þekkjum þau. Íslendingar hafa upp til hópa alveg gríðarlegt vit á efnahagsmálum. Segja má að hver og einn einstaklingur hafi komið sér upp sinni sérstöku útfærslu á lausn á ?lánavanda heimilanna? sem svo er kallaður, og jafnvel kominn í framboð til að afla sinni sérleið fylgis. Þessu viti fylgir mikil braskþörf, sem kannski hefur ekki fengið að blómstra nægilega í tíð núverandi ríkisstjórnar, þörf til að spekúlera og spá í hlutina. Þetta er hinn innbyggði verðbólgu- og gengisfellingaviti sem hefur legið úti í kompu um hríð en er nú verið að pússa í öllum hornum; þessi hárfíni sans fyrir því hvenær maður á að fá sér nýjan bíl, selja, kaupa, leigja – braska. Margt bendir til þess að sú ríkisstjórn sem fólk ætlar að kjósa muni reyna að aðlagast núverandi gjaldeyrishöftum á komandi árum og jafnvel áratugum; vont en það venst og svo haldið á gamalkunnar íslenskar sérleiðir í efnahagsmálum.Öðruvísiheitin? En við vorum trúi ég að tala um paprikur. Ég er frá annarri öld, úr annarri vídd, heimurinn var annar þegar ég var að alast upp, sumt var kannski betra þá en það voru sem sé engar paprikur í boði fyrr en ég var orðinn unglingur. Nú eru útlönd hérna í smellfæri í tölvunni minni og rútufarmar túrista hér í grenndinni á Álftanesi að svipast um eftir hinum fræga forseta sem setti alla bankamennina í fangelsi og fann upp hitaveituna; hillur verslana eru fullar af útlendum varningi og íslenskir listamenn fara um heiminn við mikinn fögnuð. Landinu verður ekki lokað aftur. Það er úrlausnarefni stjórnmálamannanna okkar að finna þessu flæði milli eyjunnar okkar og annarra landa farsælan farveg. Það er ekki einfalt mál. Hömlulaus innflutningur á framleiðslu matvælarisa heimsins sem aðrir geta ekki keppt við í verði, en fara um fátæk lönd eins og plága og eignast þar auðlindir allar til að selja fólki það sem það á með réttu sjálft – það er kannski ekki í anda þess sem okkur dreymir um. Sagan um litlu grænu paprikuna er heldur ekki um það. Hún er um holl áhrif að utan sem verða að fá að flæða hér um og gera það ekki nema með því að aflétta innflutningshöftum í eitt skipti fyrir öll. Hún er um útlönd á Íslandi. Hún er um litadýrðina sem aldrei má vera háð nefndaleyfum heldur fæst bara með gróskunni og athafnafrelsinu. Hún er um möguleikana sem Íslendingar eiga í heiminum: hvernig þessi litla skrýtna þjóð á sínum endalausu sérleiðum getur til dæmis spjarað sig með matvælaframleiðslu í gróðurhúsum sem manni skilst að njóti ekki nema brots af þeim fríðindum sem álvinnslunni býðst. Hún er um nauðsyn þess að leggja rækt við öðruvísiheitin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun