CCP hefur birt myndband þar sem hinir íslensku jólasveinar berjast gegn hinum ameríska í heimi EVE-Online. Þetta er gert til að kynna jóladagatal leiksins, jólasveinarnir gefa leikmönnum gjafir á hverjum degi fram að jólum.
Í myndbandinu kynnir Ólafur Darri jólasveinana íslensku, sem og foreldra þeirra. Þar sem starfsemi jólasveinanna og þess bandaríska eru of keimlíkar lendir þeim saman á endanum.