Í sýnishorninu má sjá þegar Gunnar Helgason kemur á fullri ferð á bíl sínum og öskrar á Walter Mitty eða Ben Stiller að flýta sér upp í bílinn hjá honum þar sem það er eldgos sé í vændum.
Kvikmyndin var að hluta til tekin upp á Íslandi, en Ben Stiller fer með aðalhlutverkið ásamt því að leikstýra kvikmyndinni.
Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi.
Tökur á gamanmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fóru að stórum hluta fram á Íslandi þar á meðal í Grundafirði, á Seyðisfirði og í Stykkishólmi.
Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Ben Stiller, Ólafur Darri, Sean Penn, Shirley MacLaine og Kristen Wiig.
The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri gamanmynd frá árinu 1947 og fjallar um draumóramanninn Mitty sem framkallar ljósmyndir fyrir tímaritið Life.
Þegar ljósmyndafilma týnist þarf hann að bregða sér í hlutverk alvöru hetju og lendir þá í ýmsum ævintýrum.
Hér að neðan má sjá myndskeiðið.