Sjötíu ár í vinnslu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 09:20 Frozen hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira