„Frussaði næstum pulsunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2013 09:00 Guðjón L. stóð fastur á sínu í Austurberginu. fréttablaðið/stefán „Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“ Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“
Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira