Vogarskálar valda og málefna Þorsteinn Pálsson skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Viðræður dönsku vinstristjórnarinnar við stuðningsflokk sinn, Einingarlistann, um fjárlög næsta árs steyttu á skeri í vikunni. Ágreiningurinn snerist um hversu langt ætti að ganga í að lögfesta rétt aldraðra á aðstoð til að fara í bað tvisvar í viku. Orsökin er fremur ólíkt mat á mikilvægi aga í fjármálastjórn ríkisins en mismunandi sýn á velferðarhugsjónina. Stjórnin samdi síðan við borgaraflokkana. Ágreiningur af þessu tagi gæti tæpast ógnað ríkisstjórnarsamstarfi á Alþingi. Það stafar ekki af því að velferðarhugsjónin standi á traustari grunni hér. Dönsk stjórnmál snúist um völd rétt eins og annars staðar. Hitt skiptir sköpum að jafnvægið á milli vogarskála málefnalegs aga og sóknar í völd er einfaldlega betra þar. Óagaðri pólitísk skammtíma hugsun er aftur ein ástæðan fyrir því að framleiðni er minni í íslenskum þjóðarbúskap en dönskum og lífskjörin að sama skapi lakari. Íslenska velferðarkerfið er veikara en í Danmörku fyrir sömu sakir. Danska krónan er fasttengd evrunni eins og íslenska krónan var í öndverðu fasttengd í norræna myntbandalaginu. Stöðugleiki dönsku krónunnar byggist á þremur þáttum: Aga í ríkisfjármálum, aga í launaákvörðunum og samstarfi við evrópska seðlabankann. Þó að hefðbundinn ágreiningur ríki á milli vinstri flokkanna og borgaraflokkanna í Danmörku er býsna mikill samhljómur um þessi þrjú lykilatriði. Meðvitundin um tengsl þessara þátta og góðra lífskjara er svo sterk að enginn sem situr við ríkisstjórnarborðið þar telur það fallið til styrkingar á kjósendamarkaðnum að standa að ráðstöfunum sem veikt geta gjaldmiðilinn.Getum við gert eins og Danir? Kjaraviðræðurnar sem nú eru hafnar hér heima snúast fyrst og fremst um óstöðugleika íslensku krónunnar. Beggja megin samningaborðsins hafa menn svipaða sýn á viðfangsefnið þótt þeir horfi á það hvor frá sínu sjónarhorni. Þá spyrja menn: Getum við ekki gert eins og Danir og fasttengt íslensku krónuna við helstu viðskiptamyntina? Lausnin er aðeins flóknari. En vera má að við séum þó nær því að geta þetta en margir halda. Fyrst er á það að líta að verulegur vilji virðist vera bæði í röðum atvinnurekenda og launþega að útiloka ekki á þessu stigi gerð stöðugleikasamninga til langs tíma á næsta ári þótt það takist ekki í þeirri lotu sem nú stendur vegna pólitískrar óvissu. Í annan stað lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár með jöfnuði. Það var óneitanlega afar stórt skref í rétta átt. Í hagsmunatogi síðustu vikna hefur fjármálaráðherrann haldið áfram traustri málsvörn fyrir agaða fjármálastjórn. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort samstaða verður um að halda frumvarpinu í þeim skorðum í meðferð þingsins. Næstu dagar skera því úr um hvort lóð agaðrar hugsunar í ríkisfjármálum hafa þyngst í raun og veru. Eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fór gat vinstri stjórnin ekki fylgt eftir stefnu sinni um að taka upp evru með agaðri langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Núverandi fjármálaráðherra er líklegri til þess. En þá stendur hnífurinn þar í kúnni að ríkisstjórnin hefur útilokað alla aðra kosti en krónuna án þess að hafa lagt fram áætlun eða stefnumörkun um það hvernig verja megi stöðugleika hennar til frambúðar utan nokkurs alþjóðlegs samstarfs af því tagi sem Danir eru þátttakendur í með evrópska seðlabankanum. Niðurstaðan er sú að við getum fetað í fótspor Dana en minni líkur eru á að svo verði meðan pólitískar aðstæður eru öfugsnúnar með þessum hætti.Þjóðaratkvæði er óhjákvæmilegt Að óbreyttu pólitísku mynstri er nánast útilokað að mynda ríkisstjórn flokka sem líklegir eru til að ná málefnalega saman um alla þá þrjá þætti sem mestu máli skipta til að skapa stöðugleika til framtíðar í gjaldeyrismálum. Nýlegar kannanir sýna yfirgnæfandi stuðning við þjóðaratkvæði til að útkljá deiluna um hvort ljúka eigi aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Í vikunni birtist svo könnun sem sýnir að andstaðan við aðild hefur minnkað verulega þótt meirihlutinn sé enn þeim megin. Önnur ályktun verður ekki dregin af þessum svörum en að kjósendur vilji ekki hafna aðild áður en samningur liggur á borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins lofaði þjóðaratkvæði um framhald málsins enda samþykkti landsfundur hans að skoða yrði fleiri kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Það eru svik að hafna þeirri leið eftir kosningar. Þessi málefnalega spurning verður ekki slitin frá kjaraviðræðum eigi þær að verða þáttur í raunverulegum lífskjarabótum. Þjóðaratkvæði er eina leiðin til að fá svar við henni. Það tekur of langan tíma að bíða eftir breytingum á pólitíska mynstrinu og ætti reyndar að vera ástæðulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Viðræður dönsku vinstristjórnarinnar við stuðningsflokk sinn, Einingarlistann, um fjárlög næsta árs steyttu á skeri í vikunni. Ágreiningurinn snerist um hversu langt ætti að ganga í að lögfesta rétt aldraðra á aðstoð til að fara í bað tvisvar í viku. Orsökin er fremur ólíkt mat á mikilvægi aga í fjármálastjórn ríkisins en mismunandi sýn á velferðarhugsjónina. Stjórnin samdi síðan við borgaraflokkana. Ágreiningur af þessu tagi gæti tæpast ógnað ríkisstjórnarsamstarfi á Alþingi. Það stafar ekki af því að velferðarhugsjónin standi á traustari grunni hér. Dönsk stjórnmál snúist um völd rétt eins og annars staðar. Hitt skiptir sköpum að jafnvægið á milli vogarskála málefnalegs aga og sóknar í völd er einfaldlega betra þar. Óagaðri pólitísk skammtíma hugsun er aftur ein ástæðan fyrir því að framleiðni er minni í íslenskum þjóðarbúskap en dönskum og lífskjörin að sama skapi lakari. Íslenska velferðarkerfið er veikara en í Danmörku fyrir sömu sakir. Danska krónan er fasttengd evrunni eins og íslenska krónan var í öndverðu fasttengd í norræna myntbandalaginu. Stöðugleiki dönsku krónunnar byggist á þremur þáttum: Aga í ríkisfjármálum, aga í launaákvörðunum og samstarfi við evrópska seðlabankann. Þó að hefðbundinn ágreiningur ríki á milli vinstri flokkanna og borgaraflokkanna í Danmörku er býsna mikill samhljómur um þessi þrjú lykilatriði. Meðvitundin um tengsl þessara þátta og góðra lífskjara er svo sterk að enginn sem situr við ríkisstjórnarborðið þar telur það fallið til styrkingar á kjósendamarkaðnum að standa að ráðstöfunum sem veikt geta gjaldmiðilinn.Getum við gert eins og Danir? Kjaraviðræðurnar sem nú eru hafnar hér heima snúast fyrst og fremst um óstöðugleika íslensku krónunnar. Beggja megin samningaborðsins hafa menn svipaða sýn á viðfangsefnið þótt þeir horfi á það hvor frá sínu sjónarhorni. Þá spyrja menn: Getum við ekki gert eins og Danir og fasttengt íslensku krónuna við helstu viðskiptamyntina? Lausnin er aðeins flóknari. En vera má að við séum þó nær því að geta þetta en margir halda. Fyrst er á það að líta að verulegur vilji virðist vera bæði í röðum atvinnurekenda og launþega að útiloka ekki á þessu stigi gerð stöðugleikasamninga til langs tíma á næsta ári þótt það takist ekki í þeirri lotu sem nú stendur vegna pólitískrar óvissu. Í annan stað lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár með jöfnuði. Það var óneitanlega afar stórt skref í rétta átt. Í hagsmunatogi síðustu vikna hefur fjármálaráðherrann haldið áfram traustri málsvörn fyrir agaða fjármálastjórn. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort samstaða verður um að halda frumvarpinu í þeim skorðum í meðferð þingsins. Næstu dagar skera því úr um hvort lóð agaðrar hugsunar í ríkisfjármálum hafa þyngst í raun og veru. Eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fór gat vinstri stjórnin ekki fylgt eftir stefnu sinni um að taka upp evru með agaðri langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Núverandi fjármálaráðherra er líklegri til þess. En þá stendur hnífurinn þar í kúnni að ríkisstjórnin hefur útilokað alla aðra kosti en krónuna án þess að hafa lagt fram áætlun eða stefnumörkun um það hvernig verja megi stöðugleika hennar til frambúðar utan nokkurs alþjóðlegs samstarfs af því tagi sem Danir eru þátttakendur í með evrópska seðlabankanum. Niðurstaðan er sú að við getum fetað í fótspor Dana en minni líkur eru á að svo verði meðan pólitískar aðstæður eru öfugsnúnar með þessum hætti.Þjóðaratkvæði er óhjákvæmilegt Að óbreyttu pólitísku mynstri er nánast útilokað að mynda ríkisstjórn flokka sem líklegir eru til að ná málefnalega saman um alla þá þrjá þætti sem mestu máli skipta til að skapa stöðugleika til framtíðar í gjaldeyrismálum. Nýlegar kannanir sýna yfirgnæfandi stuðning við þjóðaratkvæði til að útkljá deiluna um hvort ljúka eigi aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Í vikunni birtist svo könnun sem sýnir að andstaðan við aðild hefur minnkað verulega þótt meirihlutinn sé enn þeim megin. Önnur ályktun verður ekki dregin af þessum svörum en að kjósendur vilji ekki hafna aðild áður en samningur liggur á borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins lofaði þjóðaratkvæði um framhald málsins enda samþykkti landsfundur hans að skoða yrði fleiri kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Það eru svik að hafna þeirri leið eftir kosningar. Þessi málefnalega spurning verður ekki slitin frá kjaraviðræðum eigi þær að verða þáttur í raunverulegum lífskjarabótum. Þjóðaratkvæði er eina leiðin til að fá svar við henni. Það tekur of langan tíma að bíða eftir breytingum á pólitíska mynstrinu og ætti reyndar að vera ástæðulaust.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun