Lífið

Sigur Rós í Íslandsævintýri Simpson-fjölskyldunnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Springfield-búunum geðjast að súrmetinu.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Springfield-búunum geðjast að súrmetinu.
Hljómsveitinni Sigur Rós bregður fyrir í næstsíðasta þætti 24. seríu Simpson-fjölskyldunnar sem sýndur verður í Bandaríkjunum 19. maí og degi síðar á Stöð 2. Þá hefur hljómsveitin samið tónlist sem hljóma mun í þættinum. Mbl greinir frá.

Eins og áður hefur komið fram nefnist þátturinn "The Saga of Carl Carlsson", og segir frá því þegar þeir Homer, Lenny, Carl og barþjónninn Moe hreppa stóran vinning í happdrætti, en Carl stingur af með vinninginn til Íslands. Hinir þrír leggja því af stað í „norrænt ferðalag“, eins og haft er eftir Fox-sjónvarpsstöðinni.

Af meðfylgjandi skjáskoti að dæma verður einhvers konar afbrigði af þorramat á borðum félaganna, og lopapeysurnar eru eilítið öðruvísi en Íslendingar eiga að venjast, en fjórmenningarnir eru engu að síður þjóðlegir á að líta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.