Accord hafði Camry undir Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2013 10:15 Honda Accord er vinsæll í Bandaríkjunum nú Salan á Accord í apríl samsvarar 400.000 bíla árssölu. Nú þegar bílar seljast eins og heitar lummur í Bandaríkjunum er gott að eiga söluháan bíl í þeim flokki bíla sem hvað best selst. Lengi hafa bílarnir Toyota Camry, Honda Accord og Nissan Altima barist um efsta sætið í sínum flokki og nú er reyndar einn bíll að auki orðinn söluhár þar, Ford Mondeo sem heitir reyndar Fusion þar vestra. Nýjustu sölutölur fyrir apríl eru ljósar og hefur Honda Accord selst best, eða í 33.538 eintökum en Toyota Camry, sem haldið hefur þessum titli í mörg ár, seldist í 31.710 eintökum. Hraðast vex salan í bílunum Nissan Altima og Ford Mondeo og aldrei að vita hvort annarhvor þeirra nær titlinum fyrir árið í heild. Eitt er þó víst, sölutölurnar í þessum flokki er háar og sem dæmi er salan á þessari einu bílgerð Honda í þessu eina landi næstum jafn há og heildarsala Porsche bíla á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent
Salan á Accord í apríl samsvarar 400.000 bíla árssölu. Nú þegar bílar seljast eins og heitar lummur í Bandaríkjunum er gott að eiga söluháan bíl í þeim flokki bíla sem hvað best selst. Lengi hafa bílarnir Toyota Camry, Honda Accord og Nissan Altima barist um efsta sætið í sínum flokki og nú er reyndar einn bíll að auki orðinn söluhár þar, Ford Mondeo sem heitir reyndar Fusion þar vestra. Nýjustu sölutölur fyrir apríl eru ljósar og hefur Honda Accord selst best, eða í 33.538 eintökum en Toyota Camry, sem haldið hefur þessum titli í mörg ár, seldist í 31.710 eintökum. Hraðast vex salan í bílunum Nissan Altima og Ford Mondeo og aldrei að vita hvort annarhvor þeirra nær titlinum fyrir árið í heild. Eitt er þó víst, sölutölurnar í þessum flokki er háar og sem dæmi er salan á þessari einu bílgerð Honda í þessu eina landi næstum jafn há og heildarsala Porsche bíla á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent