Maserati og Ferrari kjást á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2013 14:45 Þar etja saman kappi 755 og 840 hestafla ofurkerrur. Það er vegna svona myndskeiða sem skilja má tilvist og vinsældir Youtube vefsins en hér má sjá Maserati MC12 Corsa keppa við Ferrari Enzo ZXX á Nürburgring brautinni. Þarna eru engir kettlingar á ferð en Maserati bíllinn er með 6,0 lítra V12 vél, 755 hestafla og Ferrari bíllin nær 840 hestöflum úr 6,3 lítra V12 vél sinni, samtals 1.595 hestöfl sett með afli ofaní malbikið. Ástæðulaust er að segja frá því hver þeirra hefur sigur, það spillir gleðinni. Hinn frægi kvenökumaður, Sabine Schmitz ekur Ferrari bílnum en ónefndur Kanadabúi Maserati bílnum og þau kunna að taka á bílum sínum. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Þar etja saman kappi 755 og 840 hestafla ofurkerrur. Það er vegna svona myndskeiða sem skilja má tilvist og vinsældir Youtube vefsins en hér má sjá Maserati MC12 Corsa keppa við Ferrari Enzo ZXX á Nürburgring brautinni. Þarna eru engir kettlingar á ferð en Maserati bíllinn er með 6,0 lítra V12 vél, 755 hestafla og Ferrari bíllin nær 840 hestöflum úr 6,3 lítra V12 vél sinni, samtals 1.595 hestöfl sett með afli ofaní malbikið. Ástæðulaust er að segja frá því hver þeirra hefur sigur, það spillir gleðinni. Hinn frægi kvenökumaður, Sabine Schmitz ekur Ferrari bílnum en ónefndur Kanadabúi Maserati bílnum og þau kunna að taka á bílum sínum.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent