Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2013 01:28 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira