Hertz býður sportbílaúrval Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 10:06 Dodge SRT Viper er einn af þeim bílum sem bjóðast Bílaleigan Hertz á sér langa sögu þess að bjóða öfluga sportbíla til leigu, en strax árið 1966 var hægt að leigja Ford Mustang Shelby bíla hjá fyrirtækinu. Það er reyndar öllu meira úrval sem viðskiptavinir Hertz hafa haft undanfarið hjá sérstakri deild innan Hertz, sem nefnd er Dream Service. Þar hefur mátt leigja bíla af gerðinni Aston Martin V8 Vantage, Ferrari F430 Spider, Lamborghini Gallardo, Mercedes Benz C63 AMG, E63 AMG, SLS AMG, Nissan GT-R, Porsche 911, Boxter og Panamera. Þetta þótti Dream Service ekki nóg og hefur nú bætt við bílgerðunum Audi R8, Bentley Continental GT og Dodge SRT Viper, sem sést á myndinni. Það kostar upp undir 1.500 dollara á dag að leigja dýrustu bílana, eins og Lamborghini Gallardo. Öllu minna kostar að leigja Porsche Boxter, eða 395 dollara á dag, eða um 50.000 krónur. Ef smekkurinn hnígur að bílum eins og Audi R8 eða Aston Martin V8 Vantage þarf að reiða fram um 1.000 dollara fyrir daginn. Ekki má þó aka bílunum meira en 120 kílómetra á dag og hver kílómetri eftir það kostar hálfan til þrjá dollara, eftir bílgerð. Tryggingar fyrir ökumenn eru ekki innifaldar í þessu verði og ökumenn mega ekki fara með bílana á keppnisbrautir, en að öðru er ekki spurt og því má fullnýta hestöfl þeirra að vild. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent
Bílaleigan Hertz á sér langa sögu þess að bjóða öfluga sportbíla til leigu, en strax árið 1966 var hægt að leigja Ford Mustang Shelby bíla hjá fyrirtækinu. Það er reyndar öllu meira úrval sem viðskiptavinir Hertz hafa haft undanfarið hjá sérstakri deild innan Hertz, sem nefnd er Dream Service. Þar hefur mátt leigja bíla af gerðinni Aston Martin V8 Vantage, Ferrari F430 Spider, Lamborghini Gallardo, Mercedes Benz C63 AMG, E63 AMG, SLS AMG, Nissan GT-R, Porsche 911, Boxter og Panamera. Þetta þótti Dream Service ekki nóg og hefur nú bætt við bílgerðunum Audi R8, Bentley Continental GT og Dodge SRT Viper, sem sést á myndinni. Það kostar upp undir 1.500 dollara á dag að leigja dýrustu bílana, eins og Lamborghini Gallardo. Öllu minna kostar að leigja Porsche Boxter, eða 395 dollara á dag, eða um 50.000 krónur. Ef smekkurinn hnígur að bílum eins og Audi R8 eða Aston Martin V8 Vantage þarf að reiða fram um 1.000 dollara fyrir daginn. Ekki má þó aka bílunum meira en 120 kílómetra á dag og hver kílómetri eftir það kostar hálfan til þrjá dollara, eftir bílgerð. Tryggingar fyrir ökumenn eru ekki innifaldar í þessu verði og ökumenn mega ekki fara með bílana á keppnisbrautir, en að öðru er ekki spurt og því má fullnýta hestöfl þeirra að vild.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent