Fæðist loks nýr Audi Quattro Coupe? Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 14:45 Þegar þessi nýja tilraunaútfærsla hins fræga Qauttro bíls Audi var sýnd á bílasýningunni í París árið 2010 var það aðeins gert til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá komu hans fyrst. En samkvæmt fréttum frá þýska bílablaðinu Autozeitung mun þessi bíll fara í framleiðslu og verða sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Ennfremur segir blaðið frá því að Audi hafi horfið frá 2,5 lítra forþjöppuvélinni sem var í sýningarbílnum í V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 650 hestöflum. Það er með ólíkindum öflug vél og slær með því vélina út sem er í flaggskipi þeirra, Audi R8 bílnum og kæmi slíkt á óvart. Í grunninn er þetta sama vél og fæst í S7 og S8 bílunum, en talsvert meira kreist útúr henni fyrir Quattro Coupe bílinn. Bíllinn verður byggður úr eins léttum efnum og Audi gefst kostur á og verður verði hans haldið rétt fyrir neðan verð Audi R8 bílsins. Vonandi er allt þetta satt hjá Autozeitung, því spennandi eru þessar hugmyndir Audi ef sannar reynast. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Þegar þessi nýja tilraunaútfærsla hins fræga Qauttro bíls Audi var sýnd á bílasýningunni í París árið 2010 var það aðeins gert til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá komu hans fyrst. En samkvæmt fréttum frá þýska bílablaðinu Autozeitung mun þessi bíll fara í framleiðslu og verða sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Ennfremur segir blaðið frá því að Audi hafi horfið frá 2,5 lítra forþjöppuvélinni sem var í sýningarbílnum í V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 650 hestöflum. Það er með ólíkindum öflug vél og slær með því vélina út sem er í flaggskipi þeirra, Audi R8 bílnum og kæmi slíkt á óvart. Í grunninn er þetta sama vél og fæst í S7 og S8 bílunum, en talsvert meira kreist útúr henni fyrir Quattro Coupe bílinn. Bíllinn verður byggður úr eins léttum efnum og Audi gefst kostur á og verður verði hans haldið rétt fyrir neðan verð Audi R8 bílsins. Vonandi er allt þetta satt hjá Autozeitung, því spennandi eru þessar hugmyndir Audi ef sannar reynast.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent