Óheppnir ungir bílþjófar Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 11:15 Einbýlishúsin tvö í ljósum logum Það hljóta að teljast dramatísk endalok á bílþjófnaði að eyðileggja tvö einbýlishús og bílinn í leiðinni. Fjögur ungmenni stálu 22 ára gömlum Toyota Camry bíl í San Hose í Kaliforníu og fóru í bíltúr. Þar sem þau gátu gert fátt annað en rangt þennan dag óku þau bílnum ljóslausum að kveldi og drógu fyrir vikið athygli lögreglunnar. Hún veitti þeim eftirför sem endaði með því að ungmennin óku að krafti á einbýlishús eftir stuttan eltingaleik. Við áreksturinn rofnaði gasleyðsla í húsinu sem á augabraði kveikti í því og því næsta við hliðiná og eru þau gerónýt. Auk þess skemmdust önnur hús í nágrenninu. Bíllinn aldni endaði að sjálfsögðu lífdaga sína í eldhafinu, en krakkarnir sluppu út úr bílunum áður en logarnir sendu þau sömu leið. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega en einn var fluttur á spítala. Enginn í húsunum meiddist og heimilishundurinn í öðru þeirra slapp einnig. Aðeins ökumaður bílsins var færður til bókar hjá lögreglunni, en hin þrjú ungmennin sluppu með áminningu en voru svo færð foreldrum sínum, sem vafalaust var lítið skemmt. Eigendum húsanna tveggja er líklega að sama skapi ekki skemmt, en þau eru nú heimilislaus. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Það hljóta að teljast dramatísk endalok á bílþjófnaði að eyðileggja tvö einbýlishús og bílinn í leiðinni. Fjögur ungmenni stálu 22 ára gömlum Toyota Camry bíl í San Hose í Kaliforníu og fóru í bíltúr. Þar sem þau gátu gert fátt annað en rangt þennan dag óku þau bílnum ljóslausum að kveldi og drógu fyrir vikið athygli lögreglunnar. Hún veitti þeim eftirför sem endaði með því að ungmennin óku að krafti á einbýlishús eftir stuttan eltingaleik. Við áreksturinn rofnaði gasleyðsla í húsinu sem á augabraði kveikti í því og því næsta við hliðiná og eru þau gerónýt. Auk þess skemmdust önnur hús í nágrenninu. Bíllinn aldni endaði að sjálfsögðu lífdaga sína í eldhafinu, en krakkarnir sluppu út úr bílunum áður en logarnir sendu þau sömu leið. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega en einn var fluttur á spítala. Enginn í húsunum meiddist og heimilishundurinn í öðru þeirra slapp einnig. Aðeins ökumaður bílsins var færður til bókar hjá lögreglunni, en hin þrjú ungmennin sluppu með áminningu en voru svo færð foreldrum sínum, sem vafalaust var lítið skemmt. Eigendum húsanna tveggja er líklega að sama skapi ekki skemmt, en þau eru nú heimilislaus.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent