Lífið

Amy Winehouse glímdi við lotugræðgi

Alex Winhouse, bróðir söngkonunnar Amy Winehouse, segir systur sína hafa þjáðst af lotugræðgi. Hann telur sjúkdóminn og ofneyslu áfengis og eiturlyfja hafa leitt til dauða hennar.

„Hún hefði dáið hvort sem er, miðað við líferni hennar, en það sem varð henni að aldurtila var búlemía. Hún hefði verið líkamlega sterkari hefði hún ekki glímt við átröskun,“ sagði Winehouse við Observer Magazine.

Amy Winehouse lést á heimili sínu í London í júlí árið 2011, aðeins 27 ára að aldri. Banamein hennar var áfengiseitrun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.