Lífið

Leonard Cohen bjargaði lífi mínu

Freyr Bjarnason skrifar
„Þetta er bjartasti dagur sumarsins og þess vegna um að gera að spila myrkrið inn aftur,“ segir blaðamaðurinn Valur Gunnarsson.

Í tilefni þjóðhátíðardags héraðsins Quebec í Kanada og Jónsmessunætur ætlar Valur að flytja lög eftir Leonard Cohen á Rósenberg í kvöld.

Valur dvaldi eitt sinn í borginni Montreal í Quebec en Cohen er fæddur og uppalinn í Montreal. „Ég bjó eitt sumar í Montreal. Eftir það fór ástarsambandið sem ég átti í í rúst og ýmislegt annað fór úrskeiðis. Ég skrifaði MA-ritgerð um Cohen í bókmenntafræði og það má eiginlega segja að Leonard Cohen hafi bjargað lífi mínu,“ segir Valur, sem gerði einnig útvarpsþætti um hann.

Á tónleikunum les Valur upp úr væntanlegri bók sinni sem er byggð á ævi Cohens og kemur út á 79 ára afmælisdegi hans, 21. september. Þar greinir Valur frá því þegar Cohen fór til Ísraels í Yom Kippur-stríðinu, vonlausu ástarsambandi hans við söngkonuna Nico, dvöl hans í búddaklaustri og fundi hans með Hrafni Gunnlaugssyni í Höfða árið 1988.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.