Berskjaldað búnt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins. Bíó, Snitch. Leikstjórn: Ric Roman Waugh. Leikarar: Dwayne Johnson, Barry Pepper, Susan Sarandon, Benjamin Bratt. Vöðvabúntið The Rock gengur nú undir sínu rétta nafni, Dwayne Johnson, og leikur ráðvilltan föður sem grípur til sinna ráða þegar sonur hans er handtekinn fyrir aðild að dópsmygli. Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins og í raun engin hasarmynd þótt veggspjaldið gefi það til kynna. Það er örugglega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. En það tekst, og sannfærði mig um leið að Johnson væri meiri leikari en mig grunaði. Susan Sarandon er flott í hlutverki harðsnúins saksóknara og maður veit aldrei hvar maður hefur bannsettan lögreglumanninn sem Barry Pepper leikur svo vel. Illmennin eru ágæt en lítill sem enginn fókus er settur á þau. Athyglin er öll á góðu körlunum. Taktur myndarinnar er hægur framan af og stigmagnandi spennan nær hámarki í lokin. Þá fáum við nasaþef af því sem hefði getað orðið þrælskemmtileg hasarfroða, en það er ekki víst að það hefði verið betri mynd. Það fer Snitch nefnilega ágætlega að vera dramatísk og hægfara.Haukur Viðar AlfreðssonNiðurstaða: Fínasta spennumynd sem skilur þó ekkert sérlega mikið eftir sig. Gagnrýni Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó, Snitch. Leikstjórn: Ric Roman Waugh. Leikarar: Dwayne Johnson, Barry Pepper, Susan Sarandon, Benjamin Bratt. Vöðvabúntið The Rock gengur nú undir sínu rétta nafni, Dwayne Johnson, og leikur ráðvilltan föður sem grípur til sinna ráða þegar sonur hans er handtekinn fyrir aðild að dópsmygli. Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins og í raun engin hasarmynd þótt veggspjaldið gefi það til kynna. Það er örugglega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. En það tekst, og sannfærði mig um leið að Johnson væri meiri leikari en mig grunaði. Susan Sarandon er flott í hlutverki harðsnúins saksóknara og maður veit aldrei hvar maður hefur bannsettan lögreglumanninn sem Barry Pepper leikur svo vel. Illmennin eru ágæt en lítill sem enginn fókus er settur á þau. Athyglin er öll á góðu körlunum. Taktur myndarinnar er hægur framan af og stigmagnandi spennan nær hámarki í lokin. Þá fáum við nasaþef af því sem hefði getað orðið þrælskemmtileg hasarfroða, en það er ekki víst að það hefði verið betri mynd. Það fer Snitch nefnilega ágætlega að vera dramatísk og hægfara.Haukur Viðar AlfreðssonNiðurstaða: Fínasta spennumynd sem skilur þó ekkert sérlega mikið eftir sig.
Gagnrýni Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira