Eldar í mötuneyti og matartrukki Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2013 06:00 Meistarakokkurinn er í góðum gír eftir sigurinn í Masterchef. Fréttablaðið/GVA „Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snúast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitingastaðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötuneytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi austur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Nauthóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigurinn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraftmikli um lífið og tilveruna þessa dagana. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
„Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snúast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitingastaðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötuneytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi austur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Nauthóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigurinn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraftmikli um lífið og tilveruna þessa dagana.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira