Lífið

Obama tekur Get Lucky

Margir hafa tekið sumarslagarann „Get Lucky“ og gert hann að sínum síðustu vikur, en eins og flestir vita er lagið er upphaflega með Daft Punk og rapparanum Pharrel Williams. Slagarinn hefur hljómað í hinum ýmsu útgáfum upp á síðkastið, en nú hefur sú frumlegasta til þessa litið dagsins ljós.

Notandinn Baracksdub á Youtube er búin að klippa saman ræður Baracks Obama Bandaríkjaforseta þannig að hann lítur út fyrir að vera að flytja lagið. Þá tekur hann nokkur dansspor hér og þar í myndbandinu sem er stórskemmtilegt.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á myndbandið, sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.