Lífið

Auðunn og Berglind fíluðu sýninguna í tætlur

Ellý Ármanns skrifar
Red Bull Flying Bach heilluðu Íslendinga.
Red Bull Flying Bach heilluðu Íslendinga.
Danshópurinn Flying Steps sýndi mikil tilþrif á frumsýningu Red Bull Flying Bach í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöld. Að sýningu lokinni ætlaði þakið að rifna af Hörpu við dynjandi lófaklapp frá áhorfendum á öllum aldri, allt frá 4 ára til 80 ára en áhorfendur voru af ýmsum toga, allt frá breikdönsurum til balletdansara og áhugamanna um J.S.Bach.

Red Bull Flying Bach kom klassíska heiminum í Hörpu sannarlega á óvart með því að blanda saman breikdansi við ballet og tónverk eftir Bach.

„Íslenskir áhorfendur eru frábærir, segir Benny Kimoto; dansari í danshópnum Flying Steps frá Berlín.

„Við vissum að þetta væri góð sýning þegar allir áhorfendur fóru að klappa og fagna strax og við snérum okkur á höfðinu fyrst. Það var mikið klappað á meðan sýningu stóð svo að við fórum af sviðinu með frábæra tilfinningu í maganum." 



Hér má sjá viðtal við Benny Kimoto:



„Geggjuð sýning!!! Eins og sumt væri tölvugert”, segir Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður. 

“Þessi uppsetning var algjör snilld. Það var frábært að sjá svona gjörólíka heima blandaða saman í eitt verk. Gamli tíminn og nýi tíminn að mætast”, segir Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta sem er nýflutt heim frá Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.