Lífið

Glænýr veitingastaður í hjarta Akureyrar

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar síðustu helgi þegar glænýr veitingastaður sem ber heitið Múlaberg Bistro & Bar var opnaður á Hótel Kea á Akureyri.

Yfirmatreiðslumaður staðarins er Haraldur Már Pétursson matreiðslumeistari en Hallgrímur Friðgeirsson innahússarkitekt hannaði staðinn í samvinnu við Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Ólaf Örn Ólafsson og Helgu Lund.

Eins og sjá má á myndunum er staðurinn opinn fyrir gesti og gangandi í miðbæ Akureyrar en stór útipallur sem tengist inn á barsvæðið er nú á Kea hótelinu.

Erla Björnsdóttir veitingastjóri og Rósa Jónsdóttir yfirþjónn.
Kristján Grétarsson stjórnarformaður Kea hótela, Berglind Einarsdóttir og Hallgrímur Friðgeirsson.
Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.

www.keahotels.is

Múlaberg Bistro & Bar á Facebook


Staðurinn er smart og notalegur.
Fjölmennt var í opnuninni á laugardaginn var.
Gestir voru hressir enda bongóblíða á Akureyri um helgina.
Pallurinn nýtur mikilla vinsælda og er nú orðinn áberandi hluti af miðbæ Akureyrar.
Hallgrímur, Rikka, Páll og Ólafur Örn.
Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Kea hótelanna og Sveinn í Kálfsskinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.