"Markaðurinn gæti hrunið til grunna" 23. febrúar 2013 07:00 Kynning á óseldum veiðileyfum í Norðurá stendur fyrir dyrum hjá SVFR ... Mynd/Trausti Hafliðason Eins og flestir hafa áttað sig á eru teikn á lofti um að veiðileyfamarkaðurinn sé á ákveðnum tímamótum. Flestir sem veiða að staðaldri hugsa sinn gang þessa dagana og að þessu atriði vék Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Eins og Bjarni hefur áður greint frá þá er hans mat að verð á veiðileyfum hafi að minnsta kosti tvöfaldast að raungildi frá 1992. Hann sagði í ræðu sinni á fundinum að mat stjórnar SVFR sé að forsendur fyrir verðlagningu veiðileyfa séu hæpnar í dag, sérstaklega á jaðartímum og ekki hafi veiðin síðastliðið sumar orðið til að hvetja veiðimenn til dáða. „Þeir virðast einfaldlega halda að sér höndum eins og staðan er í dag. Það er ljóst í okkar huga að ef ekki verður brugðist við, þá getur þessi markaður hrunið til grunna," sagði Bjarni. „Veiðiréttareigendur geta ekki horft framhjá þessum staðreyndum. Það er engin leið fyrir veiðileyfasala að takast á við þennan vanda einir og óstuddir. Þannig er þetta vandamál alls ekki eingöngu mál okkar veiðileyfasala, þetta er líka vandi þeirra sem eiga þessa auðlind. Við skorum því á veiðiréttareigendur að taka á þessu með okkur og finna leiðir til að byggja þennan markað upp á nýjan leik. Ég ætla að trúa því að hagsmunaaðilar finni leiðir í sameiningu til að takast á við þennan vanda, en það er alveg ljóst að nú verða breytingar að eiga sér stað." Bjarni sagði það liggja fyrir að leiðir til úrbóta hljóti að vera sú að veiðiréttareigendur og veiðileyfasalar finni betri grundvöll til að vinna saman. „Útboðsleiðin er ekki lengur fær. Það er einfaldlega hvorki boðlegt né sanngjarnt að áhættan sé öll á herðum veiðileyfasala. Við verðum að finna leiðir til að skipta áhættunni með okkur þegar illa gengur og að sjálfsögðu að skipta hagnaði af veiðileyfasölu milli hagsmunaaðila þegar vel gengur," sagði Bjarni.Sala veiðileyfa Bjarni sagði jafnframt að sala veiðileyfa gengi upp og ofan, en þetta hefur legið fyrir um hríð. Félagið hefur ekki náð áætlunum sínum í sölu leyfa á þessum tímapunkti og því verði menn að girða sig í brók. Hann sagði að forúthlutun hafi gengið vonum framar en þó hafi umsóknum félagsmanna fækkað og sala í krónum talið sé heldur minni en á sama tíma og í fyrra. Samdráttur milli ára, hvað fjölda umsókna varðaði, er um 19%. „Ljóst er að dýrari veiðileyfin sem félagsmönnum standa til boða, hafa ekki selst jafn vel og oft áður, það er miklu meiri eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari veiði," sagði Bjarni. Bjarni sagði vissulega ljósa punkta að finna. Hítará er til dæmis nærri uppseld, auk mikils áhuga á leyfum í Bíldsfelli í Sogi og Gufudalsá. „Þá er ánægjulegt að geta sagt frá því að loks er salan á urriðasvæðunum í Þingeyjasýslu að taka við sér og bæði svæðin eru mun betur seld en í fyrra, bæði Laxárdalur og Mývatnssveit. [...] Okkur grunar að það sé hreyfing á laxveiðimönnum, þeir séu í einhverjum mæli farnir að leita meira í silungsveiði," sagði Bjarni. En Bjarni sagði að víða sé salan dræm og reyndar mun minna selt af leyfum í sumar árnar en lögnum fyrr í febrúar. Það á við um Gljúfurá og Andakílsá, sem er óvanalegt. Eins er mikið óselt í Tungufljóti; talsvert er laust í Laxá í Dölum og Leirvogsá. Eins er töluvert af leyfum fyrirliggjandi í Norðurá og mun félagið hefja kynningu á lausum leyfum til félagsmanna innan skamms. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Eins og flestir hafa áttað sig á eru teikn á lofti um að veiðileyfamarkaðurinn sé á ákveðnum tímamótum. Flestir sem veiða að staðaldri hugsa sinn gang þessa dagana og að þessu atriði vék Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Eins og Bjarni hefur áður greint frá þá er hans mat að verð á veiðileyfum hafi að minnsta kosti tvöfaldast að raungildi frá 1992. Hann sagði í ræðu sinni á fundinum að mat stjórnar SVFR sé að forsendur fyrir verðlagningu veiðileyfa séu hæpnar í dag, sérstaklega á jaðartímum og ekki hafi veiðin síðastliðið sumar orðið til að hvetja veiðimenn til dáða. „Þeir virðast einfaldlega halda að sér höndum eins og staðan er í dag. Það er ljóst í okkar huga að ef ekki verður brugðist við, þá getur þessi markaður hrunið til grunna," sagði Bjarni. „Veiðiréttareigendur geta ekki horft framhjá þessum staðreyndum. Það er engin leið fyrir veiðileyfasala að takast á við þennan vanda einir og óstuddir. Þannig er þetta vandamál alls ekki eingöngu mál okkar veiðileyfasala, þetta er líka vandi þeirra sem eiga þessa auðlind. Við skorum því á veiðiréttareigendur að taka á þessu með okkur og finna leiðir til að byggja þennan markað upp á nýjan leik. Ég ætla að trúa því að hagsmunaaðilar finni leiðir í sameiningu til að takast á við þennan vanda, en það er alveg ljóst að nú verða breytingar að eiga sér stað." Bjarni sagði það liggja fyrir að leiðir til úrbóta hljóti að vera sú að veiðiréttareigendur og veiðileyfasalar finni betri grundvöll til að vinna saman. „Útboðsleiðin er ekki lengur fær. Það er einfaldlega hvorki boðlegt né sanngjarnt að áhættan sé öll á herðum veiðileyfasala. Við verðum að finna leiðir til að skipta áhættunni með okkur þegar illa gengur og að sjálfsögðu að skipta hagnaði af veiðileyfasölu milli hagsmunaaðila þegar vel gengur," sagði Bjarni.Sala veiðileyfa Bjarni sagði jafnframt að sala veiðileyfa gengi upp og ofan, en þetta hefur legið fyrir um hríð. Félagið hefur ekki náð áætlunum sínum í sölu leyfa á þessum tímapunkti og því verði menn að girða sig í brók. Hann sagði að forúthlutun hafi gengið vonum framar en þó hafi umsóknum félagsmanna fækkað og sala í krónum talið sé heldur minni en á sama tíma og í fyrra. Samdráttur milli ára, hvað fjölda umsókna varðaði, er um 19%. „Ljóst er að dýrari veiðileyfin sem félagsmönnum standa til boða, hafa ekki selst jafn vel og oft áður, það er miklu meiri eftirspurn eftir ódýrari og einfaldari veiði," sagði Bjarni. Bjarni sagði vissulega ljósa punkta að finna. Hítará er til dæmis nærri uppseld, auk mikils áhuga á leyfum í Bíldsfelli í Sogi og Gufudalsá. „Þá er ánægjulegt að geta sagt frá því að loks er salan á urriðasvæðunum í Þingeyjasýslu að taka við sér og bæði svæðin eru mun betur seld en í fyrra, bæði Laxárdalur og Mývatnssveit. [...] Okkur grunar að það sé hreyfing á laxveiðimönnum, þeir séu í einhverjum mæli farnir að leita meira í silungsveiði," sagði Bjarni. En Bjarni sagði að víða sé salan dræm og reyndar mun minna selt af leyfum í sumar árnar en lögnum fyrr í febrúar. Það á við um Gljúfurá og Andakílsá, sem er óvanalegt. Eins er mikið óselt í Tungufljóti; talsvert er laust í Laxá í Dölum og Leirvogsá. Eins er töluvert af leyfum fyrirliggjandi í Norðurá og mun félagið hefja kynningu á lausum leyfum til félagsmanna innan skamms. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði