Afturelding vann einn óvæntasta sigur sumarsins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta þegar Mosfellskonur sóttu þrjú stig til nýkrýndra bikarmeistara Blika á Kópavogsvellinum í kvöld.
Telma Þrastardóttir tryggði Aftureldingu 2-1 sigur en öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleiknum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Mosfellsbæjarliðið í fallbaráttunni en liðið er fyrir vikið sex stigum frá fallsæti. HK/Víkingur vann FH á sama tíma og neðstu liðin ætla því að bíta frá sér á lokasprettinum.
Tap Breiðabliks þýðir ennfremur að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val en sá leikur hófst klukkan 19.15.
Þór/KA, tapliðið í bikarúrslitaleiknum, vann á sama tíma 5-0 stórsigur á botnliði Þróttar þar sem að Thanai Annis og varamaðurinn Katla Ósk Rakelardóttir skoruðu báðar tvö mörk.
Eyjakonur ætla heldur ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um annað sætið og komust upp að hlið Blikum með 3-0 heimasigri á Selfossi.
Markaskorarar í leikjunum eru meðal annars fengir af vefsíðunni úrslit.net.
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Breiðablik - Afturelding 1-2
0-1 Kristín Tryggvadóttir (12.), 1-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (13.), 1-2 Telma Þrastardóttir (33.)
ÍBV - Selfoss 3-0
1-0 Bryndís Jóhannesdóttir (4.), 2-0 Þórhildur Ólafsdóttir (11.), 3-0 Shaneka Gordon (33.)
Þór/KA - Þróttur R. 4-0
1-0 Thanai Annis (2.), 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (41.), 3-0 Thanai Annis (54.), 4-0 Katla Ósk Rakelardóttir (73.), 5-0 Katla Ósk Rakelardóttir (86.)
FH - HK/Víkingur 1-2
0-1 Berglind Bjarnadóttir (57.), 1-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (71.), 1-2 Hugrún María Friðriksdóttir (89.).
Afturelding vann nýkrýnda bikarmeistara Blika
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti