Kínverska tenniskonan Li Na er komin í úrslit á opna ástralska mótinu eftir frábæran sigur á Maria Sharapova frá Rússlandi í undanúrslitaviðureign þeirra í morgun. Þetta eru óvænt úrslit enda Sharapova röðuð númer tvö inn í mótið.
Li Na vann leikinn af öryggi en hún tók bæði settin 6-2. Hún fylgdi því eftir öðrum óvæntum sigri sínum í átta manna úrslitunum þegar hún vann Agnieszka Radwanska sem var þá búin að vinna þrettán leiki í röð.
Victoria Azarenka er líka komin í úrslitaleikinn eftir öruggan sigur á Sloane Stephens 6-1 6-3. Sloane Stephens kom mikið á óvart með því að slá út Serenu Williams í átta manna úrslitunum.
Victoria Azarenka og Li Na mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn en þar hefur Azarenka titil að verja. Azarenka vann Mariu Sharapova í úrslitaleiknum í fyrra en það er fyrsti og eini sigur hennar á risamóti.
Li Na er í sínum þriðja úrslitaleik á risamóti en eini sigurinn hennar var á opna franska árið 2011. Hún tapaði fyrir Kim Clijsters í úrslitaleiknum á opna ástralska fyrir tveimur árum.
Kínverska tenniskonan Li Na er komin í úrslit á opna ástralska mótinu eftir frábæran sigur á Maria Sharapova frá Rússlandi í undanúrslitaviðureign þeirra í morgun. Þetta eru óvænt úrslit enda Sharapova röðuð númer tvö inn í mótið.
Li Na vann leikinn af öryggi en hún tók bæði settin 6-2. Hún fylgdi því eftir öðrum óvæntum sigri sínum í átta manna úrslitunum þegar hún vann Agnieszka Radwanska sem var þá búin að vinna þrettán leiki í röð.
Victoria Azarenka er líka komin í úrslitaleikinn eftir öruggan sigur á Sloane Stephens 6-1 6-3. Sloane Stephens kom mikið á óvart með því að slá út Serenu Williams.
Victoria Azarenka og Li Na mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn en þar hefur Azarenka titil að verja. Azarenka vann Mariu Sharapova í úrslitaleiknum í fyrra en það er fyrsti og eini sigur hennar á risamóti.
Li Na er í sínum þriðja úrslitaleik á risamóti en eini sigurinn hennar var á opna franska árið 2011. Hún tapaði fyrir Kim Clijsters í úrslitaleiknum á opna ástralska fyrir tveimur árum.
Li Na vann Sharapovu og mætir Azarenku í úrslitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
