Lífið

Fjör hjá farþegum á leið til Eyja

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það var mikil stemning hjá farþegum á leið á Þjóðhátíð.
Það var mikil stemning hjá farþegum á leið á Þjóðhátíð. mynd/Stefán Karlsson
Mikil stemning var um borð í vél Flugfélags Íslands sem flutti farþega til Vestamannaeyja núna fyrr í dag. Fólk var að vonum spennt enda á leiðinni í fjörið á Þjóðhátíð.

Flugfélag Íslands fer með tvær vélar til Eyja í dag. Fyrri vélin fór klukkan 14:00 með fimmtíu farþega. Seinni vélin fer klukkan 19:00, sú vél er minni og tekur 30 farþega og aðeins eru örfá sæti laus með þeirri vél.  

Hallveig og Kolla voru hressar um borð með flugi á leið til Eyja. mynd/Stefán Karlsson
Þessar voru spenntar fyrir Þjóðhátíð. mynd/Stefán Karlsson
Orri og Begga ætla að vera í Eyjum. mynd/Stefán Karlsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.