Lífið

„Ekki voga ykkur að fara út úr bænum“

Þeir sem verða í Reykjavík um helgina þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að lítið sé að gera.

Auk tónlistarhátíðarinnar Innipúkans býður Dillon upp á metnaðarfulla dagskrá um helgina á útisviðinu í bakgarði staðarins við Laugaveg.

„Ekki voga ykkur að fara úr bænum því það verður allt vitlaust í bakgarðinum á Dillon um Verslunarmannahelgina,“ segir í tilkynningu frá staðnum.

Dagskrá hefst klukkan 17 alla dagana þar sem gestum verður boðið upp á fría grillaða hamborgara og síðan taka við rokktónleikar fram eftir kvöldi.

Á dagskrá um helgina eru frábærir tónlistarmenn eins og Botnleðja, Leaves, Brain Police, Blaz Roca, Vintage Caravan, Dimma, Esja og fleiri.

Dagskráin er svohljóðandi:

Föstudagur

21:00-22:00 Botnleðja

20:00-20:45 Leaves

19:15-19:45 Johnny And The Rest

18:30-19:00 Thingtak

17:45-18:15 Alchemia

17:00-17:30 Jósef "Elvis" Ólason/Grillveisla



Laugardagur

21:00-22:00 Blaz Roca

20:00-20:45 Vintage Caravan

19:15-19:45 Sindri Eldon & The Ways

18:30-19:00 The Wicked Strangers

17:45-18:15 Rekkverk

17:00-17:30 Grillveisla



Sunnudagur


21:00-22:00 Brain Police

20:00-20:45 Dimma

19:15-19:45 Esja

18:30-19:00 TBA

17:45-18:15 Herbert Guðmundsson

17:00-17:30 Grillveisla

Dagspassi á hátíðina kostar 2.500 krónur. Helgarpassi fyrir alla þrjá dagana kostar 4.500 krónur. Passarnir eru fáanlegir á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.