Segir heimsbyggðina standa í þakkarskuld við Snowden Frosti Logason skrifar 31. október 2013 11:48 Kristinn Hrafnsson spyr hvers vegna Íslendingar ættu að láta frá sér það tækifæri að bjóða hetju eins og Snowden hæli hér á landi. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir það enn ekki of seint að íslenska þjóðin bjóði Edward Snowden ríkisborgararétt. Nú þegar farið er að koma betur og betur í ljós að öryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi farið út fyrir öll velsæmismörk í leynimakki, hlerandi símtæki vinveittra þjóðarleiðtoga og svo framvegis, þykir mörgum sem aðgerðir Edwards Snowdens hafi verið talsvert vanmetnar fram að þessu. Ljóst er að ef ekki hefði verið fyrir uppljóstranir hans mundi enginn vita af þessu rugli í dag. Sem kunnugt er hefur Snowden verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í langan tíma og er hann nú kyrrsettur í Rússlandi þar sem hann var gerður landlaus af sínu heimafólki. Kristinn Hrafnsson bendir á að fyrsta ósk Edward Snowdens hafi verið að koma til Íslands þegar hann steig fyrst fram í júní síðastliðnum með uppljóstranir sínar í þágu almennings. Hann segist hafa upplýsingar um það frá fyrstu hendi að hugur Snowdens hafi ekki breyst í þessum efnum og þess vegna ættu Íslendingar, að hans sögn, að líta á það sem gullið tækifæri og heiður að bjóða honum skjól hér á landi. „Edward Snowden er einn merklegasti maður sem fram hefur komið á síðari tímum. Hann er hetja sem heimsbyggðin stendur í þakkarskuld við og það er spurning um sóma okkar að svara því kalli.“ Hægt er að hlusta á umfjöllun Harmageddon og viðtal við Kristinn um málið hér. Harmageddon Mest lesið Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Mótmæla refsistefnu stjórnvalda með kannabisreykingum á Austurvelli Harmageddon Tónlistarblaðið Popp kynnir Poppskúrinn á Vísi Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Hundar í sokkabuxum Harmageddon
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir það enn ekki of seint að íslenska þjóðin bjóði Edward Snowden ríkisborgararétt. Nú þegar farið er að koma betur og betur í ljós að öryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi farið út fyrir öll velsæmismörk í leynimakki, hlerandi símtæki vinveittra þjóðarleiðtoga og svo framvegis, þykir mörgum sem aðgerðir Edwards Snowdens hafi verið talsvert vanmetnar fram að þessu. Ljóst er að ef ekki hefði verið fyrir uppljóstranir hans mundi enginn vita af þessu rugli í dag. Sem kunnugt er hefur Snowden verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í langan tíma og er hann nú kyrrsettur í Rússlandi þar sem hann var gerður landlaus af sínu heimafólki. Kristinn Hrafnsson bendir á að fyrsta ósk Edward Snowdens hafi verið að koma til Íslands þegar hann steig fyrst fram í júní síðastliðnum með uppljóstranir sínar í þágu almennings. Hann segist hafa upplýsingar um það frá fyrstu hendi að hugur Snowdens hafi ekki breyst í þessum efnum og þess vegna ættu Íslendingar, að hans sögn, að líta á það sem gullið tækifæri og heiður að bjóða honum skjól hér á landi. „Edward Snowden er einn merklegasti maður sem fram hefur komið á síðari tímum. Hann er hetja sem heimsbyggðin stendur í þakkarskuld við og það er spurning um sóma okkar að svara því kalli.“ Hægt er að hlusta á umfjöllun Harmageddon og viðtal við Kristinn um málið hér.
Harmageddon Mest lesið Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Mótmæla refsistefnu stjórnvalda með kannabisreykingum á Austurvelli Harmageddon Tónlistarblaðið Popp kynnir Poppskúrinn á Vísi Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Hundar í sokkabuxum Harmageddon