Körfubolti

Metyfirburðir hjá Keflvíkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar fagna hér titlinum í gær.
Keflvíkingar fagna hér titlinum í gær. Mynd/KKÍ
Keflvíkingar tryggðu sér Lengjubikarinn í körfubolta karla um helgina með tveimur sannfærandi sigrum á Snæfelli og KR. Þeir settu jafnframt nýtt með því að vinna undanúrslita- og úrslitaleik keppninnar með samtals 57 stigum.

Engu öðru liði hefur tekið að vinna bæði undanúrslita- og úrslitaleik Fyrirtækjabikars karla með meira en tuttugu stiga mun. Keflvíkingar unnu 26 stiga sigur á Snæfelli í undanúrslitunum á föstudaginn og fylgdu því síðan eftir með 31 stigs sigri á KR í úrslitaleiknum í gær.

Þetta var þó ekki stærsti sigur liðs í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins því Njarðvíkurliðið frá 2001 (106-69 sigur á Keflavík) og Keflavíkurliðið frá 1997 (111-73 sigur á Tindastól) unnu bæði stærri sigra í úrslitaleikjunum.

Gamla burst-metið var frá 1997 þegar Keflvíkingar unnu þessa tvo leiki í keppni hinni fjögurra fræknu með samtals 49 stiga mun, undanúrslitaleikinn á móti KR 91-80 (+11) og svo úrslitaleikinn á móti Tindastól 111-73 (+38).

Hæsti stigamunur í keppni hinnar fjögurra fræknu í sögu Fyrirtækjabikars karla 1996-2013:

+57 - Keflavík 2013

+49 - Keflavík 1997

+41 - Njarðvík 2001

+40 - Njarðvík 2005

+32 - Grindavík 2000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×