Töffarar tæma skápana Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:45 Oddur Sturluson ásamt félögum sínum en þeir selja fötin sín á Prikinu á laugardaginn MYND/GVA Ég ákvað að halda fatamarkað þegar það rann upp fyrir mér að allt sem ég á eru föt! Það væri hreinlega komið að því að kaupa sér eitthvað annað, jafnvel skólabækur,“ segir Oddur Sturluson mannfræðinemi en hann blæs til fatamarkaðar á Prikinu á laugardaginn ásamt félögum sínum. „Við verðum fimm strákar sem eiga það sameiginlegt að vera fatafíklar. Það hafa safnast að okkur föt, jafnvel föt sem ekki eru í okkar númerum. Við verðum því með stærðir allt frá small og upp í XL,“ segir Oddur. Fyrir utan fatafíknina, en kannski einmitt vegna hennar, eiga félagarnir það líka sameiginlegt að vinna allir í tískuvöruverslunum. Tveir þeirra vinna í Sautján og tveir í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Sjálfur vinnur Oddur í Kúltúr menn. Þarna verða því ólíkir fatastílar í gangi. „Mestmegnis verða þetta flott merki, eins og Raf Simons, Brioni og Burberry. Það verður hægt að gera hjá okkur dúndurkaup, við ætlum ekkert að okra á þessu,“ segir Oddur og viðurkennir að gera yfirleitt vel við sig í fatakaupum. „Ég er lúxusdýr og veikur fyrir öllu sem eitthvað hefur verið lagt í og er jafnvel með sögu á bak við sig. En auðvitað hefur maður ekki þörf fyrir þessa hluti. Ég nota ekki einu sinni allt af þessu, sem er synd. Þess vegna þarf bara að koma þessum fötum í umferð og í notkun einhvers staðar.“ Markaðurinn hefst klukkan 12 á laugardaginn og stendur til klukkan 17. En mun fataskápurinn ekki bara fyllast strax aftur? „Jú, ég er ansi hræddur um það,“ segir Oddur hlæjandi. „Við þurfum kannski að halda fatamarkað reglulega.“ Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Ég ákvað að halda fatamarkað þegar það rann upp fyrir mér að allt sem ég á eru föt! Það væri hreinlega komið að því að kaupa sér eitthvað annað, jafnvel skólabækur,“ segir Oddur Sturluson mannfræðinemi en hann blæs til fatamarkaðar á Prikinu á laugardaginn ásamt félögum sínum. „Við verðum fimm strákar sem eiga það sameiginlegt að vera fatafíklar. Það hafa safnast að okkur föt, jafnvel föt sem ekki eru í okkar númerum. Við verðum því með stærðir allt frá small og upp í XL,“ segir Oddur. Fyrir utan fatafíknina, en kannski einmitt vegna hennar, eiga félagarnir það líka sameiginlegt að vinna allir í tískuvöruverslunum. Tveir þeirra vinna í Sautján og tveir í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Sjálfur vinnur Oddur í Kúltúr menn. Þarna verða því ólíkir fatastílar í gangi. „Mestmegnis verða þetta flott merki, eins og Raf Simons, Brioni og Burberry. Það verður hægt að gera hjá okkur dúndurkaup, við ætlum ekkert að okra á þessu,“ segir Oddur og viðurkennir að gera yfirleitt vel við sig í fatakaupum. „Ég er lúxusdýr og veikur fyrir öllu sem eitthvað hefur verið lagt í og er jafnvel með sögu á bak við sig. En auðvitað hefur maður ekki þörf fyrir þessa hluti. Ég nota ekki einu sinni allt af þessu, sem er synd. Þess vegna þarf bara að koma þessum fötum í umferð og í notkun einhvers staðar.“ Markaðurinn hefst klukkan 12 á laugardaginn og stendur til klukkan 17. En mun fataskápurinn ekki bara fyllast strax aftur? „Jú, ég er ansi hræddur um það,“ segir Oddur hlæjandi. „Við þurfum kannski að halda fatamarkað reglulega.“
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira