Leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd Ása Ottesen skrifar 23. september 2013 13:15 Dóra Hrund Gísladóttir leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd sem fjallar um listahátíðir úti á landi. fréttablaðið/gva „Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira