Lífið

"Boot Camp búðir fyrir hausinn"

Marín Manda skrifar
Unnur María og Arnór Már í húsnæði Evolvia á Klapparstíg.
Unnur María og Arnór Már í húsnæði Evolvia á Klapparstíg. Mynd/
Unnur María Birgisdóttir og Arnór Már Másson, eigandi AM Markþjálfunar, vilja styrkja ungmenni og leiðbeina á beinar brautir í lífinu með jákvæðum og hvetjandi aðferðum.


"Umræðan um unglinga á tímamótum hefur verið þó nokkur undanfarið en hún hefur að mestu verið neikvæð og lítið borið á lausnum. Málefnið er ótrúlega verðugt og brýnt. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það unglingarnir sem hafa lykilinn að framtíðinni og við verðum að hlúa að þeim," segir Unnur María Birgisdóttir markþjálfi.

Unnur María og Arnór Már Másson markþjálfarar hafa nú hafið samstarf um verkefnið Í heilu lagi þar sem þau bjóða upp á markþjálfunarbúðir í sumar fyrir ungmenni á aldrinum 15-16 ára.

Hugmyndin að verkefninu kom upp á yfirborðið í kjölfar umræðna í fjölmiðlum um mikið brottfall unglinga úr menntaskólum. Unnur segir tvíeykið vilja bregðast við þörfinni sem virðist vera til staðar í samfélaginu og vinna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt með ungmennum til þess að hjálpa þeim að finna sinn eigin takt í lífinu.

Hún segir þau Arnór Má hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem mörg hver fara í gegnum mikilvægt en viðkvæmt aldursskeið.

Nýtt á Íslandi

"Það er ekki boðið upp á neitt sambærilegt á Íslandi en markþjálfunarbúðirnar eru eins konar bootcamp-búðir fyrir hausinn þar sem unnið er markvisst með sjálfstraustið og samskipti og unglingum er hjálpað að taka stefnumarkandi ákvarðanir í lífinu. Markþjálfun er íslenska þýðingin á coaching en þetta er í stuttu máli ótrúlega flott verkfæri sem notað er til þess að vinna með heilbrigðu fólki," segir Unnur og bætir við að þetta verkfæri sé aðferð til þess að hjálpa einstaklingum að uppgötva styrkleika sína og ná persónulegum vexti.

Markþjálfunarbúðirnar eru sex daga námskeið sem samanstendur af fjórum kennsludögum í borginni og tveggja daga ferð út á land með gistingu og uppihaldi á gistiheimilinu Milli vina í Borgarfirði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.