Lífið

Dularfulli geimfarinn býr til myndband

Dularfulli geimfarinn er kominn aftur á stjá, en hann hefur verið áberandi víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga.

Hann vakti í fyrstu athygli fjölmiðla í mótmælum samtaka 78´ þar sem lögum sem beinast gegn samkynhneigðum var mótmælt. Þá veifaði hann regnbogafánanum en svaraði engum spurningum þegar reynt var að tala við hann.

Jón Gnarr er semsagt ekki dularfulli geimfarinn.
Í fyrstu var talið að þarna væri borgarstjórinn sjálfur á fer, en Jón Gnarr hefur verið þekktur fyrir skrautlegar uppákomur auk þess sem hann hefur beitt sér fyrir málstað samkynhneigðra erlendis.

Geimarinn tók hinsvegar af allan vafa um að borgarstjórinn væri í búningnum, og stillti sér upp með Jóni fyrir skömmu.

Núna er komið myndband á Youtube. Þar má sjá geimfarann dansa undir smelli Daft Punk, Get lucky, víða á höfuðborgarsvæðinu.

Enn er ekki vitað hver geimfarinn er, eða hvað hann vill, en hann hefur haldið úti Facebook síðu eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu. Þar má fylgjast með uppátækjum hans.


Tengdar fréttir

Dularfullur geimfari og litrík mótmæli

Áætlað er að á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð mótmælendur hafi verið fyrir framan rússneska sendiráðið í dag þar sem nýlegum lögum í Rússlandi var mótmælt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.