Lífið

Aðdáendur Taylor Swift mótmæla Ambercrombie & Fitch

Taylor Swift á trygga aðdáendur sem bera hag hennar fyrir brjósti.
Taylor Swift á trygga aðdáendur sem bera hag hennar fyrir brjósti. nordicphotos/getty
Aðdáendur söngkonunnar Taylor Swift eru ósáttir við fataframleiðandann Ambercrombie & Fitch vegna bola sem seldir voru í verslunum þeirra. Á bolunum var áletrunin "#more boyfriends than t.s." sem er vísun í litríkt ástarlíf söngkonunnar ungu.

Aðdáendur Swift hófu undirskriftasöfnun undir yfirskriftinni Change.org og hvöttu yfirmenn Ambercrombie & Fitch til að hætta framleiðslu bolanna því áletrunin væri særandi fyrir átrúnaðargoð þeirra.

Þegar Gossip Cop hafði samband við kynningardeild fataframleiðandans vegna málsins tilkynnti símsvari blaðamanni að búið væri að taka bolina úr sölu. Á vefsíðunni má einnig finna mynd af umræddum bol.

Aðdáendur söngkonunnar fengu svo sérstök skilaboð á Twitter síðu Ambercrombie & Fitch. "Hei, Swifties, við seljum bolina ekki lengur. Við elskum tónlist Taylor og finnst hún æði" stóð á síðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.