Lífið

Þjóðhátíðarlagið 2013 - frumsýning

Ellý Ármanns skrifar
Þjóðhátíðarlagið í ár er eftir tónlistarmanninn Björn Jörund. Lagið, sem bet heitið Iður var frumflutt á Bylgjunni og FM957 samtímis í morgun og nú er myndbandið við lagið formlega frumsýnt hér á Vísi. Björn Jörundur mun stíga á svið á föstudaginn 2. ágúst og flytur lagið fyrir Þjóðhátíðargesti í Dalnum.



Eins og alþjóð veit þá fer þjóðhátíðin fram 2.-5.ágúst en dagskráin hefur sjaldan eða aldrei verið glæsilegri en listamenn eins og Stuðmenn, Gus Gus, Retro Stefson, Ásgeir Trausti, Skálmöld, Bubbi Morthens, Helgi Björns, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Sálin, Á Móti Sól, Ingó og Veðurguðirnir og Bjartmar  hafa nú þegar staðfest komu sína. Þá verða fleiri listamenn tilkynntir á næstunni.

Miðasala er í fullum gangi á dalurinn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.