Lífið

Börnin eru innblástur

Marín Manda skrifar
Hlaðgerður Íris Björnsdóttir listakona.
Hlaðgerður Íris Björnsdóttir listakona.
"Mér var bent á þessa keppni fyrir nokkrum árum en það var hún Ólöf K. Sigurðardóttir hjá Hafnarborg í Hafnarfirði sem hvatti mig til að taka þátt en þá var ég ekki alveg tilbúin," segir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, sem nýverið tók þátt í myndlistarkeppninni Portrait Nu í Danmörku.
 

Svefngengill
Myndlistarkeppnin fór fram í National Historiske Museum í Frederiksborg-höll í Danmörku. Rétt yfir þúsund verk voru send inn í keppnina en myndlistarfólk víðs vegar frá Norðurlöndunum og Rússlandi tók þátt að þessu sinni. 

Þetta var í fjórða sinn sem Portrait Nu var haldin. Að lokum voru valin í kringum áttatíu verk í keppnina. Hlaðgerður var önnur þeirra Íslendinga sem tóku þátt en segir hún að Wow air hafi styrkt sig með flugferð til Danmerkur til þess að vera við opnun sýningarinnar.

FREYJA. Verkið er núna á sýningunni Portræt Nu í Frederiksborgslot í Hillerød í Danmörku.
Verkið sem Hlaðgerður sendi í keppnina heitir Freyja og er af ungri stúlku. Hún segist hafa verið nokkuð ánægð með útkomuna og þótt verkið hæfa í svona keppni. Í kjölfar sýningarinnar fékk Hlaðgerður fyrirspurn frá Þýska landi þar sem óskað er eftir því að skrifa smásögu eftir verkinu hennar.

Dulúðin er ríkjandi Hlaðgerður segir að oft komi fyrirspurnir mörgum mánuðum eftir sýningar en nokkuð hafi verið um það að fólk leiti til hennar og vilji láta mála persónuleg verk fyrir sig.

Meðvitund


"Það vill bara þannig til að ég mála fólk þó svo að ég vilji alls ekki kalla mig portrettmálara. Ég reyni að halda ákveðinni dulúð yfir verkunum mínum og ef fólki líkar við þemað í verkunum mínum og treystir mér til þess að mála viðkomandi einstakling í þeim anda þá gengur samstarfið upp." segir Hlaðgerður.

VITINN. Verkið er í eigu Landsbankans og hangir á vegg í útibúi þeirra í Borgartúninu.
Stór fjölskylda

Listin er ræktuð á heimilinu en Hlaðgerður er fjögurra barna móðir og hefur sótt innblástur í börnin sín í gegnum tíðina. 

"Maður sækir svo mikið í það sem er nálægt manni og börnin mín þekki ég svo vel og veit nákvæmlega hvernig ég fæ fram það sem ég er að sækjast eftir. Í dag er ég meðal annars að mála tvær yngstu dætur mínar við eyðibýli við Suðurstrandarveg, sem er ótrúlega spennandi umhverfi."

Hægt er að skoða verk Hlaðgerðar á vefsíðunni hlalla.com.

Connection
Garðurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.