Lífið

Helgi heiðursgestur á leikritinu Lúkas

Freyr Bjarnason skrifar
Helgi Rafn verður heiðursgestur á frumsýningunni í kvöld.
Helgi Rafn verður heiðursgestur á frumsýningunni í kvöld. fréttablaðið/valli
„Það er búið að bjóða mér og ég ætla að reyna að komast,“ segir Helgi Rafn Brynjarsson.

Honum hefur verið boðið að vera heiðursgestur í kvöld á frumsýningu leikritsins Lúkas, sem er byggt á Lúkasarmálinu. Það verður sýnt í Rýminu á Akureyri næstu vikur á vegum leikfélagsins Norðurbandalagið.

Helgi Rafn var í bloggheimum sagður höfuðpaur þeirra sem áttu árið 2007 að hafa sett hundinn Lúkas í tösku og sparkað í þangað til hann drapst. Síðar kom í ljós að Lúkas var sprelllifandi og Helgi Rafn hafði verið hafður fyrir rangri sök. Síðar fékk Helgi Rafn greiddar skaðabætur vegna þessa undarlega máls.

„Mér finnst þetta ógeðslega skemmtilegt. Ég er ánægður með að þetta sé komið á það stig að þetta sé ekki lengur feimnismál fyrir fólk,“ segir Helgi Rafn, spurður hvort hann sé ánægður með nýja leikritið.

Sjálfur segist hann ekkert vera þreyttur á að rifja upp málið núna. „Ég er ekkert búinn að lenda neitt í þessu alla vega seinustu tvö árin, ekkert eftir að málaferlunum lauk,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.