Lífið
Skammaði Bieber
Justin Bieber var á dögunum skammaður af nágranna sínum, fyrrum NFL-spilaranum Keyshaw Jones, er hann setti bensíngjöfina í botn á nýjum Ferrari-bíl sínum við götuna þar sem hann býr. Johnson býr í götunni og var á ferð með krökkunum sínum er hann varð vitni að hættulegu ökulagi Biebers. Hann skutlaði börnum sínum heim og hóf svo að elta Bieber. Johnson náði að króa popparann unga af í innkeyrslunni og las honum pistilinn að sögn sjónarvotta. Það endaði með því að Bieber stakk af heim til sín og neitaði að koma út aftur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber verður uppvís af því að keyra of hratt í hverfinu en hann býr í Calabasas, flottu fjölskylduhverfi þar sem öll hús eru vel afgirt með háum hliðum.