Tölvupóstur fyrir breytta tíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. ágúst 2013 18:58 Nýstárleg tölvupóstþjónusta sem runnin er undan rifjum tveggja íslenskra hugbúnaðarverkfræðinga hefur nú safnað um sex milljónum í alþjóðlegri styrktarsöfnun. Þeir vilja mæta eftirspurn eftir öruggum samskiptum í gegnum internetið enda sé þörf á úrbótum í þeim efnum. Frá því að mál bandaríska uppljóstrarans Edward Snowdens komst í hámæli í vor hefur netfrelsi, persónuupplýsingar og njósnir verið á allra vörum. Snowden svipti hulunni af víðtækum njósnum bandarískra og breskra yfirvalda en svo virðist sem að leyniþjónustur landanna hafi haft nær óheftan aðgang að gagnaþjónum stærstu tæknifyrirtækja veraldar. Þannig hefur viss eftirspurn myndast eftir öruggum leiðum til að geyma, senda og taka á móti upplýsingum. Þeir Smári McCarthy, pírati, og tölvunarfræðingurinn Bjarni Rúnar Einarsson, freista þess nú að mæta þessari eftirspurn með Mailpile. Hér er um að ræða þjónustu sem einfaldar notkun dulritunar í tölvupósti.Mailpile„Þetta er hugbúnaður sem keyrir á tölvunni þinni, en notar engu að síður vafrann,“ segir Bjarni. „Viðmótið er áþekkt því sem fólk notar nú þegar.“ Styrktarfé kemur frá fólki víðsvegar um heiminn í gegnum fjáröflunarvefinn Indiegogo. Sem stendur hafa félagarnir safnað helming þess sem stefnt var að. Mailpile er hugarfóstur Bjarna Rúnars. Að verkefninu koma einnig Smári og hönnuðurinn Brennan Novak. „Fólk virðist vera spennt fyrir þessu. Ég hef haft það á tilfinningunni að það hafi verið að myndast eftirspurn eftir nýjungum í tölvupóstsamskiptum.“ „Það hafa verið sívaxandi áhyggjur af því að við séum að setja öll okkar persónulegu gögn og samskipti í hendur þriðja aðila. Þetta á sérstaklega við um okkur Íslendinga þar sem gögnin fara yfirleitt til aðila erlendis. Það er eftirspurn eftir einhverju nýju og við viljum mæta henni.“ Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Nýstárleg tölvupóstþjónusta sem runnin er undan rifjum tveggja íslenskra hugbúnaðarverkfræðinga hefur nú safnað um sex milljónum í alþjóðlegri styrktarsöfnun. Þeir vilja mæta eftirspurn eftir öruggum samskiptum í gegnum internetið enda sé þörf á úrbótum í þeim efnum. Frá því að mál bandaríska uppljóstrarans Edward Snowdens komst í hámæli í vor hefur netfrelsi, persónuupplýsingar og njósnir verið á allra vörum. Snowden svipti hulunni af víðtækum njósnum bandarískra og breskra yfirvalda en svo virðist sem að leyniþjónustur landanna hafi haft nær óheftan aðgang að gagnaþjónum stærstu tæknifyrirtækja veraldar. Þannig hefur viss eftirspurn myndast eftir öruggum leiðum til að geyma, senda og taka á móti upplýsingum. Þeir Smári McCarthy, pírati, og tölvunarfræðingurinn Bjarni Rúnar Einarsson, freista þess nú að mæta þessari eftirspurn með Mailpile. Hér er um að ræða þjónustu sem einfaldar notkun dulritunar í tölvupósti.Mailpile„Þetta er hugbúnaður sem keyrir á tölvunni þinni, en notar engu að síður vafrann,“ segir Bjarni. „Viðmótið er áþekkt því sem fólk notar nú þegar.“ Styrktarfé kemur frá fólki víðsvegar um heiminn í gegnum fjáröflunarvefinn Indiegogo. Sem stendur hafa félagarnir safnað helming þess sem stefnt var að. Mailpile er hugarfóstur Bjarna Rúnars. Að verkefninu koma einnig Smári og hönnuðurinn Brennan Novak. „Fólk virðist vera spennt fyrir þessu. Ég hef haft það á tilfinningunni að það hafi verið að myndast eftirspurn eftir nýjungum í tölvupóstsamskiptum.“ „Það hafa verið sívaxandi áhyggjur af því að við séum að setja öll okkar persónulegu gögn og samskipti í hendur þriðja aðila. Þetta á sérstaklega við um okkur Íslendinga þar sem gögnin fara yfirleitt til aðila erlendis. Það er eftirspurn eftir einhverju nýju og við viljum mæta henni.“
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira