Íslenski boltinn

Sex Stjörnustelpur og Láki verðlaunuð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Harpa í baráttunni gegn Þór/KA á teppinu í Garðabænum.
Harpa í baráttunni gegn Þór/KA á teppinu í Garðabænum. Mynd/Valli
Stjarnan á sex leikmenn í úrvalsliði fyrri umferða Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en valið var tilkynnt í dag.

Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk ásamt Elínu Mettu Jensson úr Val, var kjörin besti leikmaður fyrri hlutans. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar var valinn besti þjálfarinn.

Geir Eggertsson var valinn besti dómarinn og stuðningsmenn HK/Víkings voru verðlaunaðir fyrir sína frammistöðu.

Lið fyrri umferðanna:

Markvörður

Sandra Sigurðardóttir

Aðrir leikmenn

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan

Anna María Baldursdóttir, Stjarnan

Ashlee Hincks, FH

Danka Podovac, Stjarnan

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Elín Metta Jenssen, Valur

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

10. umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×