Lífið

Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd

Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes hefur verið framlengd um tvær vikur en hún þykir sýna einkenni geðklofa.
Mynd/Ghetty
Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes hefur verið framlengd um tvær vikur en hún þykir sýna einkenni geðklofa. Mynd/Ghetty
Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu.

Farið var fram á 72 tíma sjálfræðissviptingu sem hefur nú verið framlengd til tveggja vikna, en samkvæmt erlendum fréttamiðlum sýnir Amanda einkenni geðklofa og þarf að vera undir nánu eftirliti lækna.



Foreldrar Amöndu hafa fengið tímabundna forsjá yfir henni þar sem að ljóst þykir að hún er ekki fær um að stjórna eigin gjörðum í núverandi ástandi.

Amanda mun hafa ráðið lögfræðing til þess að mótæla sjálfræðissviptingunni en án árangurs.



Amanda sem hóf leikferil sinn á barnsaldri og lék meðal annars í þáttunum „All That“ og „The Amanda show.“ Frumraun hennar í kvikmyndum var í myndinni „Big Fat Liar, “ en einnig lék hún á móti Colin Firth og Oliver James í „What a Girl Wants.“



Fréttir af einkennilegri hegðun stúlkunnar hafa færst í aukanna síðastliðin misseri, en hún hefur meðal annars vakið hneykslan fyrir óviðeigandi athugasemdir á Twitter þar sem hún segir meðal annars hinar og þessar stjörnur vera ófríðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.