Lífið

Katy Perry mætti með 92 ára gamalli ömmu sinni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Katy Perry og amma hennar, Ann Hudson, eru miklar vinkonur.
Katy Perry og amma hennar, Ann Hudson, eru miklar vinkonur. getty/nordicphotos
Katy Perry mætti með ömmu sína á frumsýningu Strumpanna 2 á sunnudaginn.

Hin 28 ára gamla Perry og hin 92 ára gamla amma hennar, Ann Hudson, voru glæsilegar á dreglinum sem að þessu sinni var blár í anda Strumpanna.

Söngkonan klæddist fallegum bláum kjól á frumsýningunni en amman mætti í gráum jakka og stuttermabol sem að á stóð „Ég er heit fyrir Æðstastrumpi“.

Perry ljáir Strympu rödd sína í teiknimyndinni, en með önnur hlutverk fara gamanleikarinn Neil Patrick Harris, Brendan Gleeson, Hank Azaria og leikkonan Jayma Mays.

Einnig fara Christina Ricci og spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel með hlutverk í teiknimyndinni um litlu, bláu verurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.