Lífið

Sýnir flott tilþrif í körfubolta með gervifót

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þeir Steinn Kári Brekason og Hilmar Björn Zoega, sem eru báðir tíu ára, nutu sumarfrísins og spiluðu körfubolta á lóð Ísaksskóla í dag. Þeir eru báðir að æfa körfubolta með Val, Steinn er búinn að æfa í tvö ár og Hilmar í þrjú.

Hilmar Kári fæddist með sjaldgæfa fötlun, annar fóturinn er mun styttri en hinn. Hann hefur því verið með gervifót frá Össuri allt sitt líf. „Ég á reyndar að vera búinn að fá nýjan núna, þessi er orðinn allt of stuttur,“ segir Hilmar Kári sem stækkar með degi hverjum eins og tíu ára strákum er lagið.

Þegar fréttamann Vísis bar að voru þeir í óða önn að taka leikinn upp á iPad og breyta honum í „slow motion“ í þar til gerðu forriti. Strákarnir hafa því í nógu að snúast í sumarfríinu, en í haust fara þeir í sjötta bekk í Háteigsskóla.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á þá félaga æfa sig í körfubolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.