Mér er nóg boðið - það er komið nóg af vitleysu Ellý Ármanns skrifar 23. júní 2013 14:45 Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur birtir í dag hugleiðingu um lágkolvetnakúrinn svokallaða sem ber yfirskriftina „Niðurstaðan með lágkolvetna kúrinn!?" á heimasíðu sinni sem við birtum hér að hluta.„Síðurnar um Lágkolvetna kúrinn eru öllum opnar. Allar færslur sem ég hef sett hér inn eru öllum opnar. Ég hef aftur á móti ákveðið að hylja nöfn og andlit þeirra sem hafa sett inn færslur nema þeirra aðila sem tengjast síðunum sjálfum. Hér eru örfá dæmi frá umræðunni sem þar fer fram," skrfiar Steinar en hann birtir skjámyndir sem þessa í pistlinum.Matar-æði á Íslandi Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikið matar-æði hefur geisað hér á landi um tíma. Flestir kalla það „lágkolvetna mataræðið“ og gengur það út á að sneiða framhjá kolvetnum eins mikið og mögulegt er og setja bara ákveðin kolvetni ofan í sig, kolvetni sem íslenskur höfundur bókar um þennan kúr, Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari, telur að séu ásættanleg hvað blóðsykursáhrif varðar. Fyrir ekki svo löngu síðan gagnrýndi ég nálgun höfundar þessara bókar sem og aðra sem hafa í gegnum tíðina boðið upp á „patent“ lausnir þegar kemur að mataræði og að því að ná góðri heilsu og tökum á þyngdinni. Þá gagnrýni má m.a. sjá hér og upprunalegu skrifin mín má finna á þessari síðu.Varhugavert að setja alla undir sama hatt Mikilvægt er að það komi fram að ég tel að lágkolvetnakúrar geti átt rétt á sér fyrir ákveðna hópa en tel afar varhugavert að „allir séu settir undir sama hatt“ hvað þennan kúr varðar. Reyndar er það svo að norrænar ráðleggingar um mataræði eru væntanlega á þessu ári eða því næsta og líklegt verður að telja að hlutur einfaldra kolvetna og sykurs, muni minnka í þeim ráðleggingum. Það má því ljóst vera að ég er ekki að gagnrýna mataræði með lágu hlutfalli sykurs enda eru slíkar ráðleggingar búnar að vera lengi til staðar. Mataræði með mjög lágu heildarhlutfalli kolvetna, sem ætlast er til að allir fylgi, er klárlega ekki málið, og bann gagnvart neyslu á ávöxtum, er heldur ekki rétt leið og í raun bara kjánaleg. Aukinheldur er öfgafull nálgun, með boðum og bönnum, síður en svo rétta leiðin. Það er því miður það sem, að mínu mati, er í gangi með lágkolvetnakúrinn hér á landi.Höfundur hefur þénað vel á skrifunumHvað hefur gerst síðan ég kom fram með gagnrýni mína? Tja einu reikna ég með, en það er að höfundur bókarinnar hefur þénað vel á skrifunum, enda bókin söluhæst allra bóka á þessu ári. En stöldrum nú aðeins við. Hvað annað hefur gerst? Ég veit um nokkra sem prófuðu lágkolvetnakúrinn í nokkrar vikur og allir þeir eru búnir að gefast upp. Flestir gefa ástæðuna „ég gat þetta ekki án kolvetna“ eða „náði bara alls ekki að halda einbeitingu án kolvetnana“ eða svipaðar ástæður þar sem fólk gat hreinlega ekki uppfyllt öll þau skilyrði sem þurfti né farið eftir þeim boðum og bönnum sem lágkolvetnakúrinn ætlaðist til af þeim. Þá myndu margir spyrja hvort það sé eitthvað slæmt við það? Er það ekki bara fínt að einhverjir hafi prófað þetta og ef það gekk upp, þá var það í lagi, og ef ekki, þá væri það í lagi líka? Jú líklega en þetta er eilítið flóknara en það. Frá því að settar voru upp síður, bæði á Facebook og annars staðar, um þennan lágkolvetna kúr, þá hafa mér borist athugasemdir, leiðbeiningar og skjámyndir af því sem þar hefur farið fram. Semsagt, fólk hefur verið að senda mér upplýsingar um hvað fer fram á þessum vettvangi, vettvangi sem Gunnar Már Sigfússon, er ábyrgðarmaður fyrir, enda Gunnar Már með þessar síður sem hluta af útbreiðslu lágkolvetnakúrsins. Ég hef talsvert dálæti á Michael Pollan, höfundi metsölubóka um hollt mataræði og öfgalausa nálgun á mataræði og næringu. Michael er ekki næringarfræðingur en hans nálgun ættu allir næringarfræðingar og aðrir sem ráðleggja fólki með mat og næringu, hið minnsta að kannast við, enda margt mjög gott sem frá honum hefur komið. Í einni bóka sinna, Mataræði, handbók um hollustu, sem kom út hér á landi árið 2010 (Salka) í þýðingu Nönnu Gunnarsdóttir, lýkur hann bókinni m.a. á þessum orðum:„Þráhyggja gagnvart mataræði er óholl fyrir andlega líðan og væntanlega fyrir heilsuna líka.“Hvað meinar hann með þessu? Jú, ef ég ætti að setja mína persónulegu túlkun á hans orð, þá meinar hann að endalaus barátta við hvað er rétt og rangt hvað mataræði varðar gerir okkur ekkert annað en slæmt. Boð og bönn, hvað matinn varðar, þetta má og þetta má ekki, eru ekki til þess fallin að hjálpa okkur í því að öðlast góða heilsu. Þvert á móti gerir þráhyggja gagnvart mat ekkert annað en að byggja upp togstreitu gagnvart matnum, mataræði og næringu og líklegt verður að teljast að vítahringur skapist í kjölfarið.Er trúverðugt að hann beri hag neytenda fyrir brjósti? Spurningin í mínum huga er þessi. Viljum við að maður, sem sagði árið 2005 að Hollywood kúrinn væri málið (sú vara var fjarlægð af markaði vegna hættulega mikils magns af A-vítamíni; sjá mynd), árið 2010 að allt væri í lagi að borða svo framarlega að hitaeiningarnar væru ekki fleiri en 1500 (www.shape.is sem hann seldi stuttu áður en hann fór að markaðssetja lágkolvetna kúrinn), sem þekkir ekki muninn á viðbættum, unnum sykri og viðbættum náttúrulegum sykri og svarar ekki spurningum og áhyggjum þeirra sem aðhyllast hans lágkolvetnaleið, sé að ráðleggja fólki um mataræðið? Viljum við að Gunnar Már sé að segja okkur til með starfssemi líkamans, hvernig hormónin virka og hvað sykursýki er (sjá mynd)? Og fyrir allt þetta sem hann vill að við gerum þá fær hann greitt! Er það málið? Er trúverðugt að hann beri hag okkar neytenda fyrir brjósti? Eins og lesa má hér að ofan eru ráðleggingar frá Gunnari Má breytilegar á milli ára og alltaf eru ráðleggingarnar samhangandi með einhverjum fjárhagslegum ávinningi. Ef við tökum sem dæmi þessa þrjár „leiðir“ hér að ofan sem Gunnar Már hefur boðið okkur upp á sl. 10-12 þá eru allar tengdar einhvers konar sölu og markaðssetningu hjá honum. Hvað finnst fólki um það?Hvar liggur ábyrgðin?Hvar liggur ábyrgð Gunnars Más varðandi það sem fram fer á síðum sem hann er ábyrgðarmaður á? Hvað gerir þessi öfgaumræða gagnvart heilbrigðri hugsun um mat og varðandi upphaf lystarstols, lotugræðgi og annarra átraskana? Ég hef verulegar áhyggjur af þessum þáttum enda byggja nálganir Gunnars Más á allt öðru, að mínu mati, en virðingu fyrir öllum mat sem næringu og eldsneyti fyrir líkama okkar! Ég hef aldrei skrifað grein, þar sem ég gagnrýni, með þessum hætti, hegðun einnar manneskju, en mér er nóg boðið!Biður Gunnar að hætta að veita Íslendingum ráðÉg biðla því til Gunnars Más Sigfússonar að hætta að veita Íslendingum lýðheilsuráðleggingar! Það er komið nóg af vitleysu í kringum þessi mál og alltof oft sem þurft hefur að leiðrétta rangfærslur og ranghugmyndir um mat og næringu sem komið hafa úr smiðjum þínum undanfarinn áratug!Ráðleggingar hans, eru að mínu mati, í versta falli hættulegar og í besta falli verulega villandi fyrir íslenska neytendur!Tilgangurinn með þessum skrifum var að taka stöðuna, núna að liðnum þremur mánuðum, þar sem alltof margir Íslendingar hafa verið „á lákolvetna kúrnum“. Meira hef ég svosem ekki um þetta lágkolvetnamál að segja enda niðurstaða komin að mínu mati! Hér má lesa pistil Steinars í heild sinni. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur birtir í dag hugleiðingu um lágkolvetnakúrinn svokallaða sem ber yfirskriftina „Niðurstaðan með lágkolvetna kúrinn!?" á heimasíðu sinni sem við birtum hér að hluta.„Síðurnar um Lágkolvetna kúrinn eru öllum opnar. Allar færslur sem ég hef sett hér inn eru öllum opnar. Ég hef aftur á móti ákveðið að hylja nöfn og andlit þeirra sem hafa sett inn færslur nema þeirra aðila sem tengjast síðunum sjálfum. Hér eru örfá dæmi frá umræðunni sem þar fer fram," skrfiar Steinar en hann birtir skjámyndir sem þessa í pistlinum.Matar-æði á Íslandi Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikið matar-æði hefur geisað hér á landi um tíma. Flestir kalla það „lágkolvetna mataræðið“ og gengur það út á að sneiða framhjá kolvetnum eins mikið og mögulegt er og setja bara ákveðin kolvetni ofan í sig, kolvetni sem íslenskur höfundur bókar um þennan kúr, Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari, telur að séu ásættanleg hvað blóðsykursáhrif varðar. Fyrir ekki svo löngu síðan gagnrýndi ég nálgun höfundar þessara bókar sem og aðra sem hafa í gegnum tíðina boðið upp á „patent“ lausnir þegar kemur að mataræði og að því að ná góðri heilsu og tökum á þyngdinni. Þá gagnrýni má m.a. sjá hér og upprunalegu skrifin mín má finna á þessari síðu.Varhugavert að setja alla undir sama hatt Mikilvægt er að það komi fram að ég tel að lágkolvetnakúrar geti átt rétt á sér fyrir ákveðna hópa en tel afar varhugavert að „allir séu settir undir sama hatt“ hvað þennan kúr varðar. Reyndar er það svo að norrænar ráðleggingar um mataræði eru væntanlega á þessu ári eða því næsta og líklegt verður að telja að hlutur einfaldra kolvetna og sykurs, muni minnka í þeim ráðleggingum. Það má því ljóst vera að ég er ekki að gagnrýna mataræði með lágu hlutfalli sykurs enda eru slíkar ráðleggingar búnar að vera lengi til staðar. Mataræði með mjög lágu heildarhlutfalli kolvetna, sem ætlast er til að allir fylgi, er klárlega ekki málið, og bann gagnvart neyslu á ávöxtum, er heldur ekki rétt leið og í raun bara kjánaleg. Aukinheldur er öfgafull nálgun, með boðum og bönnum, síður en svo rétta leiðin. Það er því miður það sem, að mínu mati, er í gangi með lágkolvetnakúrinn hér á landi.Höfundur hefur þénað vel á skrifunumHvað hefur gerst síðan ég kom fram með gagnrýni mína? Tja einu reikna ég með, en það er að höfundur bókarinnar hefur þénað vel á skrifunum, enda bókin söluhæst allra bóka á þessu ári. En stöldrum nú aðeins við. Hvað annað hefur gerst? Ég veit um nokkra sem prófuðu lágkolvetnakúrinn í nokkrar vikur og allir þeir eru búnir að gefast upp. Flestir gefa ástæðuna „ég gat þetta ekki án kolvetna“ eða „náði bara alls ekki að halda einbeitingu án kolvetnana“ eða svipaðar ástæður þar sem fólk gat hreinlega ekki uppfyllt öll þau skilyrði sem þurfti né farið eftir þeim boðum og bönnum sem lágkolvetnakúrinn ætlaðist til af þeim. Þá myndu margir spyrja hvort það sé eitthvað slæmt við það? Er það ekki bara fínt að einhverjir hafi prófað þetta og ef það gekk upp, þá var það í lagi, og ef ekki, þá væri það í lagi líka? Jú líklega en þetta er eilítið flóknara en það. Frá því að settar voru upp síður, bæði á Facebook og annars staðar, um þennan lágkolvetna kúr, þá hafa mér borist athugasemdir, leiðbeiningar og skjámyndir af því sem þar hefur farið fram. Semsagt, fólk hefur verið að senda mér upplýsingar um hvað fer fram á þessum vettvangi, vettvangi sem Gunnar Már Sigfússon, er ábyrgðarmaður fyrir, enda Gunnar Már með þessar síður sem hluta af útbreiðslu lágkolvetnakúrsins. Ég hef talsvert dálæti á Michael Pollan, höfundi metsölubóka um hollt mataræði og öfgalausa nálgun á mataræði og næringu. Michael er ekki næringarfræðingur en hans nálgun ættu allir næringarfræðingar og aðrir sem ráðleggja fólki með mat og næringu, hið minnsta að kannast við, enda margt mjög gott sem frá honum hefur komið. Í einni bóka sinna, Mataræði, handbók um hollustu, sem kom út hér á landi árið 2010 (Salka) í þýðingu Nönnu Gunnarsdóttir, lýkur hann bókinni m.a. á þessum orðum:„Þráhyggja gagnvart mataræði er óholl fyrir andlega líðan og væntanlega fyrir heilsuna líka.“Hvað meinar hann með þessu? Jú, ef ég ætti að setja mína persónulegu túlkun á hans orð, þá meinar hann að endalaus barátta við hvað er rétt og rangt hvað mataræði varðar gerir okkur ekkert annað en slæmt. Boð og bönn, hvað matinn varðar, þetta má og þetta má ekki, eru ekki til þess fallin að hjálpa okkur í því að öðlast góða heilsu. Þvert á móti gerir þráhyggja gagnvart mat ekkert annað en að byggja upp togstreitu gagnvart matnum, mataræði og næringu og líklegt verður að teljast að vítahringur skapist í kjölfarið.Er trúverðugt að hann beri hag neytenda fyrir brjósti? Spurningin í mínum huga er þessi. Viljum við að maður, sem sagði árið 2005 að Hollywood kúrinn væri málið (sú vara var fjarlægð af markaði vegna hættulega mikils magns af A-vítamíni; sjá mynd), árið 2010 að allt væri í lagi að borða svo framarlega að hitaeiningarnar væru ekki fleiri en 1500 (www.shape.is sem hann seldi stuttu áður en hann fór að markaðssetja lágkolvetna kúrinn), sem þekkir ekki muninn á viðbættum, unnum sykri og viðbættum náttúrulegum sykri og svarar ekki spurningum og áhyggjum þeirra sem aðhyllast hans lágkolvetnaleið, sé að ráðleggja fólki um mataræðið? Viljum við að Gunnar Már sé að segja okkur til með starfssemi líkamans, hvernig hormónin virka og hvað sykursýki er (sjá mynd)? Og fyrir allt þetta sem hann vill að við gerum þá fær hann greitt! Er það málið? Er trúverðugt að hann beri hag okkar neytenda fyrir brjósti? Eins og lesa má hér að ofan eru ráðleggingar frá Gunnari Má breytilegar á milli ára og alltaf eru ráðleggingarnar samhangandi með einhverjum fjárhagslegum ávinningi. Ef við tökum sem dæmi þessa þrjár „leiðir“ hér að ofan sem Gunnar Már hefur boðið okkur upp á sl. 10-12 þá eru allar tengdar einhvers konar sölu og markaðssetningu hjá honum. Hvað finnst fólki um það?Hvar liggur ábyrgðin?Hvar liggur ábyrgð Gunnars Más varðandi það sem fram fer á síðum sem hann er ábyrgðarmaður á? Hvað gerir þessi öfgaumræða gagnvart heilbrigðri hugsun um mat og varðandi upphaf lystarstols, lotugræðgi og annarra átraskana? Ég hef verulegar áhyggjur af þessum þáttum enda byggja nálganir Gunnars Más á allt öðru, að mínu mati, en virðingu fyrir öllum mat sem næringu og eldsneyti fyrir líkama okkar! Ég hef aldrei skrifað grein, þar sem ég gagnrýni, með þessum hætti, hegðun einnar manneskju, en mér er nóg boðið!Biður Gunnar að hætta að veita Íslendingum ráðÉg biðla því til Gunnars Más Sigfússonar að hætta að veita Íslendingum lýðheilsuráðleggingar! Það er komið nóg af vitleysu í kringum þessi mál og alltof oft sem þurft hefur að leiðrétta rangfærslur og ranghugmyndir um mat og næringu sem komið hafa úr smiðjum þínum undanfarinn áratug!Ráðleggingar hans, eru að mínu mati, í versta falli hættulegar og í besta falli verulega villandi fyrir íslenska neytendur!Tilgangurinn með þessum skrifum var að taka stöðuna, núna að liðnum þremur mánuðum, þar sem alltof margir Íslendingar hafa verið „á lákolvetna kúrnum“. Meira hef ég svosem ekki um þetta lágkolvetnamál að segja enda niðurstaða komin að mínu mati! Hér má lesa pistil Steinars í heild sinni.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“