Mannréttindadómstóllinn í Evrópu tekur skattamál Baugs til meðferðar Stígur Helgason skrifar 23. júní 2013 21:50 Gestur Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira